Grindvíkingar hófu tímabilið í Domino's deild karla í gærkvöldi með erfiðum sigri á nýliðum Breiðabliks. Gestirnir mættu virkilega sprækir til leiks og keyrðu hraðann upp, pressuðu allan völlinn allan leikinn. Þeir skiptu hratt og rúlluðu á öllum sínum leikmönnum nema Grindvíkingnum Þorsteini Finnbogasyni, sem er meiddur. Raunar komst hver einasti leikmaður Blika á blað meðan að Grindvík fékk öll sín stig …
Grindavík spáð 6. sæti og 2. sæti
Í gær voru opinberaðar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Domino's deildunum og 1. deildum karla og kvenna fyrir tímabilið 2018-2019. Grindvíkingum er spáð miðjumoði í Domino's deild karla, eða 6. sæti. Stelpunum er spáð heldur betri árangri, en 2. sæti í deildinni, á eftir Fjölni. Hér fyrir neðan má sjá hversu mörg stig hvert lið fékk í kosningunni. …
Árskort og opnunarleikur tímabilsins í Domino’s deildinni á morgun
Þá er komið að fyrsta leik í Domino's deildinni hjá Grindavík þennan vetur og eru það nýliðar Breiðabliks sem koma í heimsókn. Heyrst hefur að leynivopn þeirra grænklæddu, Þorsteinn Finnbogason, sé ekki í leikhæfu ástandi í upphafi tímabils, sem verður að teljast mikill skellur, bæði fyrir Blikana sjálfa sem og aðdáendur Þorsteins í Grindavík. Húsið opnar kl.18:00 þegar fyrstu börgerarnir …
Forvarnarvikan og UMFÍ leikur
Forvarnardagurinn er haldinn ár hvert og hvetur til hugleiðinga um verndandi þætti í lífi ungmenna. Þátttakendur taka myndir af því sem þeir telja lýsa best Forvarnardeginum og þeim skilaboðum sem hann færir. Hver einstaklingur má senda inn 5 myndir hámark. Hver mynd á að innihalda vísun í skilaboð Forvarnardagsins. Viðfangsefnin eru: • Samvera • Íþróttir og/eða tómstundir • Skólinn Leikurinn …
Ingibjörg með Grindavík á ný í vetur
Ingibjörg Jakobsdóttir hefur ákveðið að draga körfuboltaskóna af hillunni og leika með Grindavík í 1. deild kvenna í vetur. Ingibjörg er reynslubolti í faginu, en hún hefur leikið bæði með Grindavík og Keflavík og þá lék hún einnig í Danmörku og á fjölmarga landsleiki að baki, bæði með A-landsliðinu sem og yngri landsliðum. Karfan.is greindi frá: Ingibjörg Jakobsdóttir með Grindavík …
Karfan.is leitar að blaðamönnum og ljósmyndurum í Grindavík
Blundar ljósmyndari eða fréttaritari í þér? Karfan.is leitar að góðu fólki til þess að liðsinna við að dekka íslenskan körfubolta enda af nógu að taka. Hvort sem um er að ræða umfjöllun, viðtöl, myndir eða eitthvað allt annað þá vantar alltaf áhugasama einstaklinga. Fyrir komandi vetur er vöntun í allar stöður í Grindavík þar sem fréttaritarar síðustu ára eru flestir …
Æfingatöflur körfuknattleiksdeilda UMFG 2018-2019
Æfingatöflur körfuknattleiksdeildar UMFG fyrir komandi vetur eru tilbúnar. Æfingarnar hefjast laugardaginn 1. september. Við biðjumst velvirðingar á því hversu seint töflurnar koma út, en þar spiluðu inn í hlutir sem við gátum ekki stjórnað. 1. og 2. bekkur stúlkur Þriðjudaga 14:15-15:00 Fimmtudaga 14:15-15:00 Þjálfari Sandra Guðlaugsdóttir 1. og 2. bekkur drengir Þriðjudaga 14:00-14:45 Fimmtudaga 14:00-14:45 Þjálfari Erna Rún Magnúsdóttir 3. og …
Terrell Vinson til liðs við Grindavík
Grindavíkingar halda áfram að bæta í leikmannahópinn fyrir komandi átök í Domino's deild karla, en þriðji erlendi leikmaðurinn bættist í hópinn á dögunum. Um er að ræða þekkta stærð í íslenskum körfubolta, Bandaríkjamanninn Terrell Vinson, sem lék með Njarðvíkingum í fyrra. Karfan.is greindi frá: Grindavík hefur náð samkomulagi við Bandaríska leikmanninn Terrell Vinson um að leika með félaginu á komandi …
Stundatöflur deilda 2018-2019
Stundatöflur deilda innan UMFG eru í vinnslu, við munum birta upplýsingar á heimasíðunni um leið og þær eru tilbúnar. Við biðjumst velvirðingar á töfunum og við vonum að það verði á allra næstu dögum. Við minnum foreldra/forráðamenn að skráningar/greiðsla æfingagjalda eru hafnar inn í Nóra kerfi UMFG.
Tveir erlendir leikmenn semja við Grindavík
Stjórn körfuknattleiksdeildar UMFG gekk á dögunum frá samningum við tvo erlenda leikmenn fyrir komandi átök í vetur. Annars vegar við grískan bakvörð að nafni Michalis Liapis og hinsvegar við Jordy Kuiper sem er hollenskur miðherji og telur heila 206 cm. Michalis Liapis hefur leikið í Grikklandi og fór í gegnum allt unglingastaf PAOK þar í landi. Hann á að baki landsleiki með …