Lokahóf knattspyrnudeildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Hið sívinsæla lokahóf knattspyrnudeildarinnar verður haldið 21.september í íþróttahúsi Grindavíkur.  Stórkostleg dagskrá er í boði, eins og sjá má hér að ofan, með aðeins þá færustu á sínu sviði í lykilhlutverkum: Bibbinn sér um matinn, Helgi Björns og félagar með ballið og Eysteinn Hauksson sem veislustjóri. Miða er hægt að kaupa hjá Eiríki, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar, eða í Gulahúsinu.

Enn þéttist toppbaráttan

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tapaði stórt fyrir Fjölni í 20. umferð 1.deild karla. Lokatölur voru 4-0 fyrir gestina. Fjölnir átti sigurinn skilið því allar aðgerðir þeirra voru markvissari.  Okkar menn voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér nógu góð færi.   Ekki nóg með að Grindavík tapaði þarna dýrmætum stigum í baráttunni um Pepsideildarsæti þá gerðu þessi fjögur mörk markatöluhagnaðinn …

Stangarskotið

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Knattspyrnudeild UMFG gaf út á dögunum fréttablaðið Stangarskotið.  Meða efnis í blaðinu er ferðasaga 3.flokks til Pitea, spjall við þjálfarana og tillögur knattspyrnudeildarinnar um framtíðaruppbyggingu íþróttamannvirkja. Hægt er að sækja blaðið hér.

Úrslitaleikur fyrir stelpurnar

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavíkurstelpur mæta Fylki í dag kl. 17:30 á Árbæjarvelli í seinni undanúrslitaleik liðanna í 1. deild kvenna í knattspyrnu. Þar verður allt lagt undir en Fylkir vann fyrri leikinn 3-1.  Stelpurnar skora á Grindvíkinga að fjölmenna á völlinn eins og sjá má á meðfylgjandi auglýsingu.

Hársbreidd frá Pepsi

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Seinni leikur Grindavíkur og Fylkis um sæti í Pepsi deild næsta sumar fór fram í dag. Fyrri leikurinn fór 3-1 fyrir Fylkir og var því á brattan að sækja.  Grindavík skoraði fyrsta mark leiksins á 24. mínútu og var þar á verki Dernelle Mascall. Fylkis liðið er hinsvegar mjög sterkt og tapaði til að mynda ekki nema tveimur stigum í A …

Hækkun Æfingagjalda UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500.- á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna ( 10.000.- kr ) hafa nú þegar verið settir inn …

Grindavík 1 – Fylkir 3

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Fyrri leikur Grindavíkur og Fylkis í úrslitakeppni 1.deild kvenna fór fram í gær.  Leiknum lauk með 3-1 sigri gestanna. Fylklir skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins en Dernelle L. Mascall minnkaði muninn 13 mínútum fyrir leikslok.  Á sama tíma spiluðu ÍA og KR í hinum úrslitaleiknum og unnu Skagastúlkur leikinn 3-0 Næsti leikur verður á Fylkisvelli næstkomandi þriðjudag. Grindvíkingar eru hvattir til …

Grindavík með eins stigs forskot í deildinni

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tapaði fyrir Selfoss 3-0 í 19.umferð 1.deild karla í gærkveldi.  Fjölnir og Haukar, sem eru í næstu sætum fyrir neðan, töpuðu líka stigum þannig að Grindavík heldur toppsætinu. Selfyssingar hafa átt nokkra góða leiki á heimavelli í sumar og hafa m.a. unnið þar tvisvar 6-1.  Þeir hittu á slíkan leik í gær og unnu 3-0.  Grindavík var meira með …

Úrslitakeppnin í 1.deild kvenna

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Úrslitakeppni í 1. deild kvenna í knattspyrnu hefst á laugardaginn. Þá tekur Grindavík á móti Fylki á Grindavíkurvelli kl. 16:00. Stelpurnar hafa að vanda útbúið skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn sem sjá má hér þar sem Helgi Bogason þjálfari liðsins er í aðalhluverki. Grindvíkingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn á laugardaginn. Seinni leikur liðanna er svo á Fylkisvelli …

Selfoss – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Selfoss mætast á Selfossvelli í dag klukkan 18:00 í 19.umferð 1.deild karla. Okkar menn sitja á toppnum með 36 stig, Fjölnir og Haukar sem eru í næstu sætum eiga einnig leiki í kvöld þannig að gaman verður að sjá hvernig kvöldið fer. Óskar Pétursson er puttabrotinn og verður því ekki með í kvöld.  Barátta verður væntanlega um sæti …