Selfoss – Grindavík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Selfoss mætast á Selfossvelli í dag klukkan 18:00 í 19.umferð 1.deild karla.

Okkar menn sitja á toppnum með 36 stig, Fjölnir og Haukar sem eru í næstu sætum eiga einnig leiki í kvöld þannig að gaman verður að sjá hvernig kvöldið fer.

Óskar Pétursson er puttabrotinn og verður því ekki með í kvöld.  Barátta verður væntanlega um sæti hans því Ægir Þorsteinsson og Benóný Þórhallsson hafa báðir sitið á bekknum í sumar.

Sænski dómarinn Glenn Nyberg mun dæma leikinn. Samlandi hans, Conny Hugman, mun verða honum til aðstoðar ásamt Gylfa Má Sigurðssyni.

Þetta verkefni er hluti af verkefni norrænu knattspyrnusambandanna um dómaraskipti