Grindavík – BÍ/Bolungarvík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti BÍ/Bolungarvík í dag klukkan 13:00.  Stelpurnar eru í 3-5 sæti í A-riðli og ætla sér sigur í dag til að halda sér í baráttunni með Fjölni og HK/Víking á toppi riðilsins. Grindavík hefur unnið tvo síðustu leikina, gegn Tindastól í síðustu umferð 4-0 og Víking Ólafsvík 2-0 þann 22.júní. Við hvetjum alla sem gaman hafa á …

Erfið byrjun hjá strákunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík fer illa af stað í 1. deild karla í ár en liðið er í næst neðsta sæti með 4 stig eftir 6 leiki. Um helgina tapaði Grindavík fyrir Haukum á Ásvöllum 1-0. Í kvöld mætir Grindavík svo BÍ/Bolungarvík á Ísafirði en þessum leik var frestað á sínum tíma. Grindavík gengur sérstaklega illa að skora en liðið hefur skorað 6 …

Góður útisigur hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavíkurstelpurnar lögðu Víking Ólafsvík 2-0 í 1. deild kvenna í knattspyrnu um helgina. Helga Guðrún Kristinsdóttir og Bentína Frímannsdóttir skoruðu mörk Grindavíkur. Þetta var ansi sterkur útisigur því með sigri hefði Víkingur blandað sér í toppbaráttuna. Grindavík er með 6 stig eftir 4 leiki. Grindavíkurliðið er ansi ungt að árum en með því leika tveir útlendir leikmenn að þessu sinni. …

Vaða í andstæðingana

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavíkurstelpur mæta Tindastóli í 1. deild kvenna í fótbolta næsta fimmtudag kl. 19:15 á Grindavíkurvelli. Að vanda hafa þær búið til skemmtilega auglýsingu fyrir leikinn sem fylgir hér með. Já, okkar stelpur ætla að vaða í andstæðingana!

Fyrsti heimaleikurinn hjá stelpunum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti HK/Víking í fyrsta heimaleik stelpnanna í kvöld.  Leikurinn hefst klukkan 20:00 og er þriðji leikur Grindavíkurliðsins í sumar. Grindavík byrjaði á sigri á Hömrunum á Akureyri í fyrstu umferð en töpuðu svo fyrir Fjölni í annari umferð. Eins og fyrri ár hafa stelpurnar lagt metnað í auglýsingagerð eins og sést hér fyrir ofan. Veðurspáin fyrir kvöldið …

Grindavík – Víkingur Ólafsvík í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík tekur á móti Víking frá Ólafsvík í kvöld klukkan 20:00.   Það er orðið kærkomið að sjá leik með strákunum því Grindavík hefur aðeins spilað tvo leiki í deildinni, tap gegn Leikni í fyrstu umferð og sigur á skagamönnum í annari umferð.  Víkingur hefur spilað þrjá leiki þar sem þeir hafa unnið tvo og tapað einum.  Ólafsvíkingar eru með sterkt …

Víkingur – Grindavík í bikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík og Víkingur mætast í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins í kvöld.  Leikurinn fer fram á gervigrasinu í Laugardal og hefst klukkan 20:30 Grindavík skaust í 32 liða úrslitin með glæsilegum 4-1 sigri á ÍA 13 maí.  Víkingur kemur, líkt og önnur Pepsi deildarlið, beint inn í 32 liða úrslitin. Bæði lið hafa byrjað ágætlega í sumar, Víkingur um miðja deild og …

Unglingaráð knattspyrnudeildar UMFG óskar eftir foreldrum í unglingaráð félagsins

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Meginhlutverk unglingaráðs er að hafa umsjón með starfsemi og rekstri yngri flokka deildarinnar, þ.e. 3.-7. flokks, stuðla að markvissri uppbyggingu íþróttarinnar og tryggja jafnræði á milli drengja og stúlkna. Unglingaráð er tengiliður á milli stjórnar deildarinnar, foreldraráða, KSÍ og iðkenda. Unglingaráð skal á faglegan hátt stuðla að markvissri uppbyggingu knattspyrnu barna og unglinga á vegum knattspyrnudeildar Grindavíkur, tryggja jafnræði á …

Blómasala UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Eins og mörg undanfarin ár þá ætlar 5. og 6. flokkur drengja í knattspyrnu að selja sumarblóm og mold til fjáröflunar. Við verðum í anddyrinu á Festi frá 21.maí til og með 24.maí og er opnunartími þessi: Miðvikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17-21. Laugardag frá 12–14. Mikið úrval af fallegum sumarblómum á góðu verði og í hverfalitunum. Tilvalið að gera fínt fyrir …