Nú styttist í Bacalaomótið sem nú er haldið í fimmta sinn. Skráning er hafin á www.bacalaomotid.is og hvetjum við alla til að skrá sig sem fyrst. Dagskráin er í vinnslu en við getum lofað því að hún verður hin glæsilegasta. Höfum hugfast að getuleysið fyrirgefst, viljaleysið ekki, TÖKUM ÞÁTT! Sjáumst hressir á Grindavíkurvelli þann 6.júní. Knattspyrnudeild UMFG.
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 26.maí 2015 kl 20:00. Fundurinn verður haldinn á sal nýju íþróttamiðstöðvarinnar við Austurveg 1 venjulega aðalfundarstörf.
Aftur lágu Grindvíkingar, fengu færi en engin mörk
Grindvíkingar hafa ekki farið vel af stað í 1. deild karla í knattspyrnu í sumar og hafa tapað tveimur fyrstu leikjum sínum, nú síðast gegn Haukum á útivelli. Leikurinn endaði 1-0 fyrir heimamenn en Grindvíkingar brenndu af víti og þá fékk Óli Baldur rautt spjald í kjölfarið á vítinu og léku Grindvíkingar því manni færri það sem eftir lifði leiks. …
Grindavíkurkonur áfram í bikarnum
Grindavík tók á móti Keflavík í 32-liða úrslitum Borgunarbikar kvenna í gær hér á Grindavíkurvelli. Vindurinn hafði töluverð áhrif á leikinn en okkar konur léku undan honum í fyrri hálfleik. Það var þó ekki fyrr en í seinni hálfleik þegar liðið lék upp í vindinn að eitthvað fór að ganga og fór seinni hálfleikur nánast allur fram á vallarhelmingi Keflvíkinga. …
Óli Stefán kominn með leikheimild fyrir Grindavík
Þær fréttir bárust í dag að annar af þjálfurum Grindavíkur, Óli Stefán Flóventsson, væri kominn með leikheimild með Grindavík. Óli sem verður fertugur í ár er hokinn af reynslu en hann spilaði 17 leiki með Sindra í fyrra. Hann hafði ekki í hyggju að spila í sumar en sökum meiðsla í leikmannahópi Grindvíkinga var ákveðið að fá leikheimild fyrir Óla. …
Stangarskotið komið á vefinn
Stangarskotið, fréttabréf knattspyrnudeildar UMFG, sem borið var út í öll hús í bænum á dögunum er nú einnig aðgengilegt á netinu. Smellið hér til að skoða blaðið. Mynd: 4. flokkur kvenna, Íslandsmeistarar 1995
Guli dagurinn verður að Stanno Grindavíkurdögum
Í vor verður „Guli dagurinn“ með breyttu sniði. Tímabilið frá miðvikudeginum 20. maí til föstudagsins 5. júní verða Stanno Grindavíkurdagar í verslun Jóa útherja í Ármúla 36 í Reykjavík. Þann tíma verður 20% afsláttur af öllum Stannovörum. Það er um að gera að nýta sér þetta tilboð til að kaupa það sem vantar fyrir sumarið. Það eina sem þarf að …
Tap í fyrsta leik sumarsins, Grindavík – Fjarðabyggð 1-3
Grindvíkingar tóku á móti Fjarðabyggð í fyrsta heimaleik sumarsins. Þrátt fyrir að vera einum fleirri í 70 mínútur og fá aragrúa góðra færa tókst okkar mönnum ekki að klára eitt einasta þeirra (eina markið kom úr vítí) meðan að gestirnir nýttu nánast hvert einasta skot sem þeir fengu. Niðurstaðan því svekkjandi 1-3 tap í fyrsta leik og áætlunin um að …
Grindavíkurvöllur klár fyrir morgundaginn
Grindvíkingurinn (ekki Breiðhyltingurinn) Bjarni Þórarinn Hallfreðsson tísti þessari mynd í morgun með orðunum „Grindavíkurvöllur reddy fyrir morgundaginn“. Það verður að segjast alveg eins og er að völlurinn er ansi grænn miðað við frost og kulda síðustu daga og ánægjulegt að Grindavík hefji leik á grasinu en ekki á teppi eins og sum lið neyðast til að gera. Fyrsti leikur Grindavíkur …
Fótboltasumarið rúllar af stað á laugardaginn
Grindvíkingar hefja leik þetta sumarið í 1. deildinni núna á laugardaginn kl. 14:00, þegar lið Fjarðabyggðar kemur í heimsókn. Grindvíkingum gekk ágætlega á undirbúningstímabilinu og þjálfarar og fyrirliðar í deildinni spá liðinu 3. sæti á Fótbolta.net. Það er ljóst að liðið fer inn í tímabilið með nokkrar væntingar á bakinu enda hafa liðs- og stuðningsmenn sennilega ekki mikinn áhuga á …