Ungmennafélag Grindavíkur sendir sínar bestu óskir um gleðileg jól og farsældir á nýju ári. Viljum við þakka kærlega fyrir góð samskipti við deildir innan UMFG og síðast en ekki síst iðkendum, þjálfurum og þeim ótrúlega mörgu sjálfboðaliðum sem sjá um að halda starfinu gangandi innan deildanna, án þeirra yrði starfið ekki eins frábært og það er í dag. Vonum við …
Linda Eshun tryggði Ghana brons í Afríkubikarnum
Linda Eshun, leikmaður Grindavíkur er einnig landsliðskona hjá Ghana. Hún spilaði með landsliðinu í Afríkubikarnum fyrr í desember og er skemmst frá því að segja að hún tryggði liðinu bronsið á mótinu með því að skora sigurmarkið í 1-0 sigri á S-Afríku. Linda var öflug í liði Grindavíkur í sumar en hún skoraði 6 mörk í 14 leikjum og var …
Emma og Lauren áfram með Grindavík
Kvennaráð knattspyrnudeildar UMFG endurnýjaði samninga við tvo lykilleikmenn síðastliðinn föstudag en þá skrifuðu þær Emma Higgins og Lauren Brennan undir nýja samninga og leika því með liðinu í Pepsi-deildinni að ári. Emma Higgins kom fyrst til Grindavíkur sumarið 2010 og hefur leikið 93 leiki á Íslandi, 86 þeirra með Grindavík, en hún lék með KR sumarið 2012. Hún er einnig …
Sam Hewson til Grindavíkur (staðfest)
Knattspyrnudeild UMFG gekk í gær frá samningum við hinn enska Saw Hewson, en Sam hefur leikið með FH undanfarin ár. Þar áður lék hann með Fram en er uppalinn í unglingaliði Manchester United og er því annar leikmaður Grindavíkur úr United á eftir Lee Sharpe. Hann er jafnframt annar leikmaður FH sem gengur til liðs við Grindavík á þessu ári. …
Stuðningsmaður ársins 2016
Nú óskum við hjá UMFG eftir tilnefningu á stuðningsmanni/konu ársins, Stuðningsmaður ársins getur verið sá einstaklingur sem hefur stutt við bakið á grasrótarstarf íþróttahreyfingarinnar með einum eða öðrum hætti. Allir geta tekið þátt i kosningunni með því að senda tölvupóst á kosning@umfg.is í síðasta lagi fimmtudaginn 22.des 2016 Bræðurnir Guðni og Guðlaugur Gústafssynir voru heiðraðir sem stuðningsmenn árið 2015.
Firmamótið 30 ára
Hið fjöruga og skemmtilega Firmamót verður haldið í 30. skipti þann 30. desember næstkomandi í íþróttahúsi Grindavíkur.Mótið er haldið af liði GG og er leikið með battaboltafyrirkomulagi. Í tilefni þess að firmamótið er haldið í 30. skipti þá verður verðlaunað, eins og hefbundið er, fyrir 1, 2 og 3 sæti en einnig verður verðlaunað fyrir besta leikmann, skemmtilegasta leikmann og …
Sjö ungar og efnilegar skrifuðu undir samninga um helgina
Sjö ungir og efnilegir leikmenn undirrituðu samninga við meistaraflokk kvenna í knattspyrnu í Grindavík um helgina. Allar eru stelpurnar uppaldar hjá Grindavík og bíður þeirra mikil áskorun í sumar þar sem liðið leikur á ný í efstu deild eftir langt hlé. Leikmennirnir sem skrifuðu undir voru: Áslaug Gyða Birgisdóttir, Dröfn Einarsdóttir, Guðný Eva Birgisdóttir, Helga Guðrún Kristinsdóttir, Ísabel Jasmin Almarsdóttir, …
Slaufur
Þessar fallegu slaufur eru til sölu á skrifstofu UMFG við Austurveg 1-3. Slaufan kostar 4000.- kr og er til styrktar fjáröflun fyrir forvarnarsjóð sem stofnaður var af stjórn UMFG áhugasamir geta nálgast slaufuna á skrifstofu UMFG á mánudögum-fimmtudaga frá kl 14:00-17:00 eða sent Höddu tölvupóst í umfg@umfg.is og hún mun hafa samband.
Róbert Haraldsson stýrir stelpunum í Pepsi-deildinni að ári
Róbert Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Grindavík. Hann tekur við liðinu af Guðmundi Vali Sigurðssyni. Nihad Hasecic hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari en hann mun starfa með Róberti. Grindavík komst upp í Pepsi-deildina í haust en liðið endaði í 2. sæti í 1. deildinni. Róbert þjálfaði karlalið Tindastóls árin 2007 og 2008 og árið 2010 var hann …
Skrifað undir samninga í Gula húsinu
Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði á laugardaginn undir samninga við þá Andra Rúnar Bjarnason, Magnús Björgvinsson og Matthías Örn Friðriksson, samningarnir eru til eins árs eða út leiktíðina 2017. Andri Rúnar skiptir til Grindavíkur frá Víkingi R. og þeir Magnús og Matthías framlengja samninga sína um eitt ár. Í vikunni framlengdi svo leikmaðurinn Will Daniels samning sinn við Grindavík til tveggja ára. …