Grindavík í 8-liða úrslit Lengjubikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tryggði sér í gærkvöldi sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikarsins þegar liðið gerði jafntefli við Stjörnuna, 2-2. Grindavík náði 0-2 forystu í leiknum með mörkum frá Magnúsi Björgvinssyni. Nokkra sterka leikmenn vantaði í lið Grindavíkur en Stjarnan stillti upp sínu sterkasta liði. Stjarnan sótti án afláts í seinni hálfleik og jöfnuðu að lokum leikinn úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Eftir …

Stelpurnar völtuðu yfir Selfoss í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík tók Selfyssinga í kennslustund í sóknarleik í Lengjubikarnum í gær en Grindavík skoraði 6 mörk í leiknum gegn engu. Lauren Brennan var á skotskónum og setti 5 af 6 mörkum Grindavíkur. Liðið virðist vera að ná að stilla saman strengi nú þegar styttist í Pepsi-deildina en fyrsti leikur liðsins er þann 27. apríl á útivelli gegn Fylki. Selfoss 0 …

Hugmyndavinna stuðningsmannafélags Grindavíkur á þriðjudaginn kl. 20:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Óli Stefán Flóventsson, þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu, boðar áhugasama stuðningsmenn til fundar í Gjánni næstkomandi þriðjudagskvöld kl. 20:00. Það styttist í Pepsi-deildina 2017 þar sem Grindavík mun eiga fulltrúa í báðum deildum og ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við sem flesta til mæta og þjappa sér saman í kringum liðin …

Óli Baldur leggur skóna á hilluna – verður styrktarþjálfari liðsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingurinn Óli Baldur Bjarnason mun ekki verða meðal leikmanna Grindavíkur í Pepsi-deildinni í sumar. Óli hefur undanfarin ár verið að gera góða hluti sem einkaþjálfari og hefur ákveðið að einbeita sér af fullum krafti á því sviði, en Óli er nú kominn inn í þjálfarateymi liðsins sem styrktarþjálfari. Fótbolti.net greindi frá breytingum: Óli Baldur hættir að spila með Grindavík – …

Milos Zeravica til Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík hefur bætt í leikmannahópinn fyrir komandi sumar í Pepsi-deild karla en hinn serbneski Milos Zeravica skrifaði undir samning fyrir helgi. Milos, sem er 28 ára örfættur miðjumaður, hefur æft með liðinu undanfarnar vikur en hann spilaði síðast með Zrinjski Mostar í Bosníu-Hersegóvínu og fagnaði meistaratitli með liðinu í fyrra. Fótbolti.net greindi frá: Grindavík fær mann frá bosnísku meisturunum (Staðfest) …

Knattspyrnuskóli UMFG er risastórt samvinnuverkefni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG og Jóa útherja var helgina 17.-19.febrúar og mættu 130 iðkendur víðs vegar að frá landinu. Skólinn hefur notið mikilla vinsælla og hefur fest sig í sessi um ókomna tíð. Mikið var lagt í skólann varðandi þjálfara/fyrirlesara. Meistarakokkurinn Bjarni Óla sá um að fæða hópinn en hann hefur séð um matinn öll árin sem skólinn hefur verið starfræktur. Meðal þeirra …

Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Lengjubikarnum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikið var í Fífunni. William Daniels kom Grindavík yfir snemma í leiknum eftir laglega sendingu frá Kristijan Jajalo, markmanni Grindavíkur. Breiðablik jafnaði á 57. mínútu og var markið af dýrari gerðinni, hælspyrna eftir hornspyrnu. Eftir leikinn er Grindavík í efsta sæti riðilsins, með 4 stig eftir tvo leiki og markatöluna …