Grindavík landaði fyrsta sigri sumarsins gegn Stjörnunni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur lönduðu fyrsta sigri sumarsins og skoruðu jafnframt fyrstu 3 mörkin sín þetta tímabilið, þegar þær lögðu Stjörnuna í Garðbæ í gær, 2-3. Tvíburarnir Rio og Steffi Hardy komu loks inn í liðið í gær en þær höfðu beðið eftir að félagaskiptin þeirra kláruðust á Englandi. Þær létu strax að sér kveða en Rio skoraði 2 mörk og lagði upp …

Grindvíkingar lögðu Íslandsmeistara Vals og skutust upp í 2. sæti

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar tóku á móti Íslandsmeisturum Vals í gær og má segja að hér í Grindavík hafi verið fullkomnar aðstæður til knattspyrnuiðkunnar. Sól og hægur andvari og völlurinn iðagrænn. Heimamenn byrjuðu leikinn af krafti og uppskáru mark strax á 13. mínútu þegar Aron Jóhannsson lét vaða á markið af nokkuð löngu færi. Anton Ari Einarsson, markvörður Valsmanna, hefði mögulega átt að …

Stelpurnar bíða enn eftir stigunum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur bíða enn eftir fyrstu stigunum í Pepsi-deildinni þetta sumarið en þær eru stigalausar eftir þrjár umferðir. Í gær tóku þær á móti Valskonum hér í Grindavík og urðu lokatölur 0-3 gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum góð skil og má lesa um leikinn og skoða myndir á vefsíðu þeirra. vf.is – Þriðja tap Grindavíkur

Sito í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurKnattspyrna

Grindavík hefur borist liðsstyrkur í Pepsi-deild karla, en hinn spænski framherji José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane, hefur samið við liðið út tímabilið.  Fótbolti.net greindi frá: Grindavík hefur samið við Spánverjann José Enrique Seoane Vergara, sem er betur þekktur undir nafninu Sito Seoane. Sito er 29 ára sóknarmaður. Hann þekkir vel til hér á …

Grindavík og KR skildu jöfn á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og KR mættust á Grindavíkurvelli síðastliðinn laugardag í blíðskaparveðri, eins og er svo oft í Grindavík á sumrin. Grindvíkingar komust yfir í upphafi leiks með marki frá René Joensen en Pálmi Rafn Pálmason jafnaði leikinn skömmu síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og marktækifærin ekki mikið fleiri heldur. Jafntefli því staðreynd og bæði lið með 4 stig eftir fyrstu 3 …

Leik Grindavíkur og KR flýtt, leikið á laugardag

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Leik Grindavíkur og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram hér í Grindavík á sunnudaginn, hefur verið flýtt um einn dag. Nýr leikdagur er því laugardagurinn 12. maí og hefst leikurinn kl. 14:00. Hægt er að fylgjast með leikjaplani Grindavíkur í Pepsi-deild karla og kvenna í viðburðadagatalinu hér að neðan.

Íslandsmeistarar Þórs nokkrum númerum of stórir

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur fóru ekkert alltof vel af stað í Pepsi-deildinni þetta árið en þær tóku á móti Íslandsmeisturum Þórs/KA í fyrsta leik tímabilsins á laugardaginn. Gestirnir komust í 0-1 strax á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik opnuðust aftur á móti flóðgáttir við mark Grindavíkur og lokatölur leiksins urðu 0-5, gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum …

Grindavík Faxaflóameistari í 5. flokki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Fyrsti titill fótboltasumarsins kom í hús í gær þegar stúlkurnar í 5. flokki urðu Faxaflóameistarar en þær unnu Breiðablik í hörkuleik, 3-0. Sjö lið voru í B-riðli A-liða og fór Grindavík taplaust í gegnum riðilinn. Þær unnu 5 leiki og gerði 1 jafntefli, og enduðu með markatöluna 21-4. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu fótboltastelpum!

Stelpunum spáð erfiðu sumri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur eiga nokkuð erfitt sumar í vændum ef eitthvað er að marka spá sérfræðinga Fótbolta.net en þeir setja Grindavík í 9. sæti sem þýðir fall úr deildinni. Grindvíkingar voru nýliðar í deildinni í fyrra og komu nokkuð á óvart þar sem liðið endaði í 7. sæti og fór í 4-liða úrslit í bikarnum. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins …

Karfan og knattspyrnan sameinast á vorgleði stuðningsmanna – FRESTAÐ

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna, Körfubolti

Af óviðráðanlegum ástæðum hefur þessum viðburði verið frestað um óákveðin tíma. Ný dagsetning auglýst síðar! Föstudaginn 11. maí verður blásið til mikillar veislu meðal stuðningsmanna stærstu deilda UMFG þegar knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildin ætla að sameina krafta sína í vorgleði beggja deilda. Miðað við yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeildinni verður ekkert til sparað á þessari gleði og framundan er ógleymanlegt kvöld með frábærum …