Blikar tóku öll stigin í rigningunni í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar áttu ekki góðan leik gegn Breiðibliki hér í Grindavík á laugardaginn, en gestirnir fóru með öll 3 stigin með sér heim. Lokatölur leikins urðu 0-2 gestunum í vil en mörkin létu bíða eftir sér fram á 62. mínútu þegar Sveinn Aron Guðjohnsen kom Blikum á bragðið og skömmu seinna innsiglaði Gísli Eyjólfsson sigur þeirra. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar hafa oft …

Grindvíkingar einir á toppi Pepsi-deildarinnar eftir 2-1 sigur á Fylki

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sitja einir á toppi Pepsi-deildar karla með 14 stig eftir góðan þolinmæðis 2-1 sigur á Fylki í gær. Gestirnir komust yfir snemma í leiknum eftir nokkurn sofandahátt í vörn Grindavíkur og eftir það var leikurinn ansi dragðdaufur alveg fram að hléi. Eitthvað hefur Óli Stefán sagt uppbyggilegt við sína menn í klefanum í hálfleik því það var eins og …

Knattspyrnuskóli UMFG 2018

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuskóli UMFG verður starfræktur í sumar. Námskeiðin eru opin öllum iðkendum á aldrinum 6-14 ára, bæði piltum og stúlkum. Verð á námskeiði er 2500.- kr  Um er að ræða 6 vikna námskeið í júní og ágúst. Á námskeiðunum verður iðkendum skipt upp eftir aldri og getu þannig að allir fái verkefni við sitt hæfi. Námskeiðin eru: 4. júní – 8. …

Stelpurnar fyrstar í 8-liða úrslit bikarsins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur urðu fyrsta lið sumarsins til að tryggja sig í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar þær unnu sameinað lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis síðastliðið föstudagskvöld. Meðan flestir Grindvíkingar skemmtu sér í litaskrúðgöngu og brekkusöng á bryggjunni héldu stelpurnar austur á firði þar sem þær unnu góðan 0-4 sigur. Rio Hardy gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu en fjórða mark Grindavíkur var sjálfsmark. Búið er …

Grindavík tekur á móti Fylki í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík og Fylkir mætast í kvöld, mánudagskvöldið 4. júní, kl 19:15 og má búast við hörkuleik. Hörður Björgvin Magnússon landsliðsmaður sagði þetta um leikinn þegar hann var beðinn um að spá fyrir um úrslitin: „Bæði þessi lið hafa staðið sig vel í byrjun og þetta er basic jafntefli. Þetta verður fjörugur leikur og ég mæli með að fólk fari á þennan leik.“ Hörður …

Grindavík úr leik í Mjólkurbikar karla

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar féllu úr leik í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í gær, eftir 1-2 tap gegn 1. deildarliði ÍA hér í Grindavík. Grindvíkingar stjórnuðu leiknum framan af en gekk illa að skapa sér afgerandi færi. Gestirnir komust yfir snemma í seinni hálfleik og reiknuðu þá margir með að líf myndi færast yfir heimamenn en þeir virkuðu áfram frekar líflausir. Það var …

Saltfiskveisla og hamborgarar fyrir leik í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Í kvöld mun Grindavík taka á móti vinum okkar frá Akranesi í Mjólkurbikarnum. Við ætlum ekki að vera með Bacalao mót þetta árið en ætlum í tilefni af þessum leik að vera með saltfisk fyrir leik í Gjánni og mun Bjarni Óla (Bíbbinn) sjá um eldamennskuna.  Að sjálfsögðu munum við grilla hamborgara líka og vera með einhverja góða drykki með. …

Grindavík og Selfoss skildu jöfn í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur nældu í eitt stig gegn Selfossi í gær, en liðin skildu jöfn, 1-1. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar hafa oft verið betri í Grindavík en í gær og gestirnir léku undan stífum vindi í fyrri hálfleik. Þeim tókst þó ekki að nýta sér meðbyrin til að skora mark og var leikurinn markalaus allt fram á 61. mínútu þegar Ísabel Jasmín Almarsdóttir …

Grindavík náði í stig í Garðabæ – Maja með stórleik í markinu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar nældu í eitt stig á gervigrasinu í Garðabænum í gær þar sem varamarkvörðurinn Maciej Majewski átti sannkallaðan stórleik. Grindvíkingar komust yfir snemma í leiknum með marki frá René Joensen en eftir það óðu Stjörnumenn hreinlega í færum en náðu aðeins að nýta eitt þeirra. Aðalmarkvörður Grindavíkur, Kristijan Jajalo, var fjarri góðu gamni vegna meiðsla, en það kom þó lítið að sök …