Nettó styrkir Knattspyrnudeild Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur skrifaði í morgun undir samstarfssamning til tveggja ára við matvöruverslunina Nettó. Fram kemur í fréttatilkynningu deildarinnar að þetta sé stærsti samningur sem Nettó hefur gert við deildina.”Við erum þeim mjög þakklátir fyrir þeirra framlag til knattspyrnunnar í Grindavík.“   Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Brynja verslunarstjóri Nettó í Grindavík, Gunnar Már formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur og  Hallur Geir, rekstrartjóri Nettó.

Jón Axel reynir við nýliðaval NBA deildarinnar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jón Axel Guðmundsson tilkynnti rétt fyrir páska að hann ætli að gefa kost á sér í nýliðavali NBA deildarinnar í körfubolta í sumar. Jón Axel hefur farið á kostum með Davidson háskólanum frá Norður-Karólínu í bandaríska háskólaboltanum í vetur en hann er aðeins 22 ára gamall, fæddur árið 1996 og spilaði með Grindavíkurliðinu í körfubolta árin 2011-2016 þegar hann hélt …

Grindavík aftur í úrvaldsdeild kvenna eftir sigur á Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík er aftur komið í deild þeirra bestu í kvennakörfunni eftir að liðið tryggði sér í gærkvöld sæti í Dominos deildinni næsta tímabil. Liðið vann Fjölni í þriðja leik úrslitaeinvígis liðanna og sló þar með Grafarvogsliðið úr leik. Karfan.is fjallaði um úrslit gærkvöldsins á vef sínum og birti skemmtilega myndaseríu af liðinu.  Fjölnir varð deildarmeistari í 1. deild kvenna en lið Grindavíkur var sterkara …

Grindavík komið í 2-0 eftir spennuleik á heimavelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík komst í 2-0 í úrslitaviðureign sinni á móti Fjölni en annar leikur liðanna fór fram á heimavelli í gærkveldi. Óhætt að segja leikurinn hafi verið æsispennandi og lokatölur urðu 81 stig gegn 79. Liðin mætast í þriðja sinn á miðvikudaginn kemur og getur Grindavík tryggt sér sæti í Dominosdeildinni í haust með sigri.   Leikurinn í gær var í járnum frá byrjun til …

Daníel Guðni nýr þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Þau stórtíðindi hafa nú borist frá Körfuknattleiksdeild Grindavíkur að búið er að skrifa undir samning við Daníel Guðna Guðmunsson en hann mun þjálfa meistaraflokk karla í körfubolta næsta tímabil. Deildin tilkynnti þetta með ánægju á Facebook síðu sinni um hádegisbilið í dag.  Í tilkyningunni segist körfuknattleiksdeildin vera mjög ánægð með ráðninguna.” Daníel er mjög flottur og spennandi þjálfari sem hefur safnað …

Heimaleikur á sunnudag kl.17:00

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavíkurstúlkur taka á móti Fjölni í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um sæti í úrvaldsdeild að ári. Stelpurnar unnu fyrsta leikinn á útivelli og eru því komnar í 1-0. Það er mikilvægt fyrir þær að fá allan þann stuðning sem kostur er á í næsta leik sem fer fram á sunnudaginn, hér heima, klukkan 17:00. Grindvíkingar eru hvattir til að …

Grindavík yfir í úrslitaeinvíginu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavík vann Fjölni í fyrsta leik liðanna í úrslitaviðureign um laust sæti í Domino’s deildinni í körfubolta kvenna á næsta ári. Lokatölur urðu 72-79 en leikurinn fór fram á heimavelli Fjölnis í Grafarvoginum. Stelpurnar eru því komnar með 1-0 yfirhönd í einvíginu, en það lið sem sigrar fyrst þrjá leiki mun leika í Dominos deildinni á næsta tímabili. Atkvæðamest fyrir Grindavík í leiknum var …

Grindavík heimsækir Fjölni í kvöld kl. 19:15

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Grindavíkurstúlkur tryggðu sér áfram í úrslitaeinvígi 1. deild kvenna í körfuknattleik með sigri á Þór Akureyri í síðustu viku. Fyrsti leikur þeirrar rimmu fer fram í kvöld á heimavelli Fjölnis og hefst hann kl.19:15. Stuðningsmenn Grindavíkur eru hvattir til að fjölmenna í Dalhús í Grafarvogi og styðja stelpurnar til sigurs. Það er mikið í húfi að vinna þessa viðureign, það lið sem …

Ólafur og Sigtryggur Arnar áfram hjá Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Körfuknattleiksdeild Grindavíkur hefur tilkynnt með mikilli ánægju að búið sé að semja við fyrirliðann Ólaf Ólafsson til þriggja ára. Þá hefur deildin einnig samið áfram við Sigtrygg Arnar til tveggja ára.  Þetta eru sannarlega gleðitíðindi fyrir Grindavík. Strákarnir fóru því miður í sumarfrí fyrir helgi þegar þeir töpuðu fyrir Stjörnunni á heimavelli í fjórða leik liðanna. Þessi nýju leikmanna-tíðindi eru góð fyrir …

Fáum oddaleik! Fjórði leikurinn í kvöld kl.18:30

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það er að duga eða drepast fyrir Grindavík í Dominos-deild karla í kvöld. Staðan er 2-1 fyrir Stjörnunni en lið þarf að vinna 3 leiki til að komast áfram í keppninni. Grindavík ætlar sannarlega ekki í sumarfrí strax, sigur er því það eina í stöðunni í kvöld fyrir okkar menn til að knýja fram oddaleik, sem verður í Garðabæ á mánudaginn kemur, …