Grindavík auglýsir eftir körfuknattleiksþjálfurum til starfa fyrir yngri flokka félagsins. Leitað er af einstaklingum sem hafa áhuga á körfuknattleiksþjálfun barna og unglinga. Starfssvið: Körfuknattleiksþjálfun hjá yngri flokkum Grindavíkur Umsjón með æfingum og leikjum og samskiptum við foreldra / forráðamenn Menntun og hæfni: Umsækjandi þarf að hafa mikinn áhuga á að vinna með börnum og uppbyggingu á starfinu Frumkvæði og góða samskiptahæfileika …
Fjórir Grindvíkingar keppa í U-18 í pílukasti
Fjórir drengir úr Grindavík eru nú á leið til Tyrkkands að keppa á WDF Eurocup Youth. Þessir strákar eru allir í unglingalandsliði Íslands í pílukasti undir 18 ára. Þeir eru f.v. Tómas Breki Bjarnason, Tómas Orri Agnarsson, Alexander Veigar Þorvaldsson og Alex Máni Pétursson. Hægt er að fylgjast með þessum flottu strákum í gegnum Facebook síðu U-18 í pílukasti. Við óskum þeim …
Sylvía Sól Íslandsmeistari í tölti ungmenna
Sylvía Sól Magnúsdóttir og Reina frá Hestabrekku urðu Íslandsmeistarar í tölti t1 ungmenna nú um helgina en bæði knapinn og hesturinn eru úr Grindavík en það er Ragnar Eðvaldsson sem er ræktandi hrossins. Þær hlutu einkunina 7.56 en þær unnu sig upp úr B-úrslitum með einkunina 7,17 Þær hafa verið að gera frábæra hluti á keppnisvellinum saman í Tölti …
Grindavík tekur á móti ÍR í Inkasso-deildinni í kvöld
Grindavík tekur á móti Reykjavíkurliðinu ÍR í kvöld kl. 19:15 í Inkasso-deild kvenna á Mustadvellinum. Stelpurnar eru í 6. sæti deildarinnar en í kvöld fer fram sjötta umferðin. ÍR er í neðsta sæti deildarinnar eða því tíunda. Allir á völlinn – Áfram Grindavík!
Grindvíkingurinn Elísabeth Ýr lykilleikmaður Íslands í U16 á Norðurlandamóti
Norðurlandamót landsliða í körfuknattleik fór fram í Kisakallio í Finnlandi og er nýlokið. Nokkur ungmenni úr Grindavík komust í landsliðið en það voru þau Natalía Jenný Lucic jónsdóttir , Viktoría Rós Horne, Elísabeth Ýr Ægisdóttir, Júlía Ruth Thasaphong, Ólöf Rún Óladóttir, Bragi Guðmundsson og aðstoðaþjálfari U16 er Atli Geir Júlíusson. Það er gaman að segja frá því að lykilleikmaður undir 16 ára liðs …
Grindavík tekur á móti FH í kvöld
Grindavík tekur á móti FH í 6. umferð Pepsí Max deildarinnar í kvöld klukkan 19:15. Strákarnir eru nú í 10 sæti deildarinnar með einn sigur, tvö jafntefli og tvö töp í farteskinu. Það skiptir því miklu máli að vinna leikinn í kvöld. Stutt er síðan Grindavík spilaði við FH en á fimmtudaginn sl. kepptu liðin í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins …
Liðsmenn UMFG á Notðurlandamótinu í Finnlandi 201
Þessi flotti hópur af krökkum eru frá körfuknattleiksdeild UMFG sem er staddur í Finnlandi á Norðurlandamóti landsliða, þau eru Natalía Jenný Lucic jónsdóttir , Viktoría Rós Horne, Elísabet Ýr Ægisdóttir, Júlía Ruth Thasaphong, Ólöf Rún Óladóttir, Bragi Guðmundsson og aðstoða þjálfari U16 Atli Geir Júlíusson Fyrstu leikirnir voru í gærdag og hægt er að sjá leikina youtube.com/user/basketfinland
Mjólkurbikarinn: Grindavík heimsækir FH í kvöld
Grindavík heimsækir FH í kvöld í 8 liða úrslitum Mjólkurbikarsins og hefst leikurinn kl.19:15. Einn leikur umferðarinnar fór fram í gær en þá vann Vikingur Reykjavík ÍBV í Vestmannaeyjum 2-3. Þrír leikir fara fram í kvöld, en auk leiks FH og Grindavíkur tekur KR á móti Njarðvík og Breiðablik tekur á móti Fylki. Dregið verður í undanúrslit Mjólkurbikars karla og kvenna í höfuðstöðvum …
Körfuknattleikskóli UMFG – skráning hafin
Sumarið 2019 býður körfuknattleiksdeild UMFG uppá þrjá viku langa körfuboltaskóla. 24.-27.júní 22.-25. Júlí 26.-29.ágúst Fyrsti körfuboltaskólinn byrjar mánudaginn 24.júní og verður til 27.júní. Ingvi Guðmundsson mun vera aðalþjálfir körfuboltaskólans og honum til aðstoðar verða þrír yngri iðkendur körfuknattleiksdeildarinnar. Stákar og stelpur æfa saman. 6-8 ára æfa klukkan 12:30-13:30 (verðandi fyrsti,annar og þriðji bekkur) 9-11 ára æfa klukkan 9:30-10:30 (verðandi Fjórði,fimmti …
Grindavík lagði FH á heimavelli 2-1
Grindavík er nú komið í 4. sæi í Inkasso-deild kvenna eftir sigur á FH á heimavelli í gær. Þetta var fyrsta tap FH en fyrir leikinn voru þær í 2. sæti og Grindavík í 6. sæti. FH situr nú í 3. sæti deildarinnar. Við óskum stelpunum til hamingju með sigurinn en mörkin skoruðu þær Írena Björk Gestsdóttir á 14. mínútu leiksins …