Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 22.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun standa í 6 vikur og verður á miðvikudögum kl 16:00. Kosta þessir tveir mánuðir 8.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG
Grindavík lagði Skallagrím og tryggði sér 4. sætið
Grindavík tryggði sér í kvöld 4. sætið í Domino’s deild karla með nokkuð auðveldum sigri á Skallagrími. Gestirnir höfðu að engu að keppa en þeir voru þegar fallnir úr deildinni. Leikurinn varð því aldrei sérlega spennandi þrátt fyrir að vera nokkuð jafn á köflum. Grindvíkingar voru einfaldlega allan tímann skrefi framar og kláruðu leikinn örugglega, 101-89. Grindavík mætir Þór frá …
Dagur Kár sökkti Stólunum með flautuþristi
Grindvíkingar sóttu rándýran sigur norður á Sauðárkrók í gær þegar þeir lögðu lið Tindastóls í miklum spennuleik. Heimamenn jöfnuðu leikinn úr vítaskoti þegar 4 sekúndur voru til leiksloka, Grindavík tók ekki leikhlé, Dagur geystist upp völlinn og setti niður magnað þriggja stiga skot úr erfiðu færi, spjaldið ofan í! Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni og sjá …
Aðalfundur deilda innan UMFG
Aðalfundur Sund-, Taekwondo-, fimleika-, skot- og judodeildar verður haldinn í Gjánni, íþróttamiðstöðinni við Austurveg 1-3 í Grindavík, mánudaginn 20.mars kl 20:00, allir velkomnir. Dagskrá: hefðbundin aðalfundarstörf.
Aðalfundur UMFG 27. mars
Aðalfundur UMFG verður haldinn mánudaginn 27.mars kl 20:00 í Gjánni við Austurveg 1-3 í Grindavík. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf.
Mjúkir Grindvíkingar steinlágu gegn stinnum Stjörnumönnum
Grindavík tapaði tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um 4. sætið í Domion’s deild karla í gær þegar þeir töpuðu heima gegn Stjörnunni, lokatölur 77-96 í Mustad-höllinni. Karfan.is gerði leiknum ítarlega skil: Byrjunarlið Stjörnunnar með 89 stig í sigri á Grindavík Stjarnan sótti tvö stig í Mustad-höllina í kvöld með 77-96 útisigri á Grindavík. Heimamenn hótuðu í þriðja leikhluta að gera …
12 fulltrúar frá Grindavík í yngri landsliðum KKÍ í sumar
Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar yngri landsliða KKÍ tilkynntu í gær um leikmannahópa þeirra liða sem taka þátt í landsliðsverkefnunum sumarið 2017. Alls eru 35 leikmenn frá Suðurnesjum og þar af 12 frá Grindavík. U15 liðin fara á Copenhagen Invitational mótið í Danmörku í júní. U16 og U18 liðin fara fyrst á NM í Finnlandi, einnig í júní, og svo fer hvert …
Knattspyrnuskóli UMFG er risastórt samvinnuverkefni
Knattspyrnuskóli UMFG og Jóa útherja var helgina 17.-19.febrúar og mættu 130 iðkendur víðs vegar að frá landinu. Skólinn hefur notið mikilla vinsælla og hefur fest sig í sessi um ókomna tíð. Mikið var lagt í skólann varðandi þjálfara/fyrirlesara. Meistarakokkurinn Bjarni Óla sá um að fæða hópinn en hann hefur séð um matinn öll árin sem skólinn hefur verið starfræktur. Meðal þeirra …
Grindavík og Breiðablik skildu jöfn í Lengjubikarnum
Grindavík og Breiðablik gerðu 1-1 jafntefli í Lengjubikarnum á laugardaginn en leikið var í Fífunni. William Daniels kom Grindavík yfir snemma í leiknum eftir laglega sendingu frá Kristijan Jajalo, markmanni Grindavíkur. Breiðablik jafnaði á 57. mínútu og var markið af dýrari gerðinni, hælspyrna eftir hornspyrnu. Eftir leikinn er Grindavík í efsta sæti riðilsins, með 4 stig eftir tvo leiki og markatöluna …
Æfingar falla niður í Hópinu í dag til kl. 17:00
Vegna veðurs er Hópið lokað og allar æfingar þar falla niður til klukkan 17:00 í það minnsta.