Leikjaskrá körfuknattleiksdeildarinnar komin út

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Leikjaskrá Körfuknattleiksdeildar UMFG var borin út í gær og ættu öll hús í Grindavík að vera komin með eintak. Ef þitt hús fékk ekki leikjaskrá, þá þætti okkur vænt um að vita af því og því máttu hafa samband við Sigurbjörn í síma 892-8189 eða email: sigurbjornd@gmail.comEf þú fékkst ekki eintak og vilt nálgast, þá er það hægt í afgreiðslu …

Grindavík lagði Fjölni

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík byrjað baráttuna í 1. deild kvenna af krafti en stelpurnar unnu sinn annan leik í jafn mörgum tilraunum á laugardaginn þegar þær lögðu Fjölni hér í Grindavík, 68-63. Bæði lið bíða eftir sínum erlendu leikmönnum en það var Embla Kristínardóttir sem dró vagninn fyrir Grindavík annan leikinn í röð. Hún nældi í svokallaða tröllatvennu, skoraði 27 stig og tók …

Grindavík lagði Þór í háspennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík hafði sigur í fyrsta leik vetrarins í Domino’s deildinni þetta haustið þegar liðið lagði nágranna okkar frá Þorlákshöfn með 1 stigi, 106-105. Leiknum hafði verið frestað vegna magakveisu sem herjaði á lið gestanna en það var þó ekki að sjá á leik þeirra í gær. Svokallaður haustbragur var á þessum leik en sigurinn gefur engu að síður góð fyrirheit …

Leik Grindavíkur og Þórs frestað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Búið er að fresta leik Grindavíkur og Þórs Þ. í Domino’s deild karla sem átti að fara fram í kvöld vegna veikinda leikmanna Þórs Þ. Mótanefnd samþykkti beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfestir að stór hluti leikmanna Þórs eru óleikfærir vegna veikinda. Nýr leiktími hefur ekki verið gefinn út.

Stelpurnar af stað með látum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Það má með sanni segja að Grindavíkurkonur hafi farið af stað með látum í 1. deildinni þetta haustið, en þær gjörsigruðu lið Ármanns á þriðjudaginn, þar sem lokatölur urðu 28-83, Grindavík í hag. Ármann byrjaði leikinn á því að komast yfir en tveir þristar, frá Ólöfu Rún og Natalíu Jenný, gáfu tóninn fyrir leik Grindavíkur þetta kvöld. Grindavík mætir til …

Andri og Linda bestu leikmenn Grindavíkur sumarið 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf knattspyrnudeildar UMFG fór fram með glæsibrag í Gjánni síðastliðinn laugardag. Gleðin var við völd þetta kvöld enda bæði liðin nýliðar í efstu deild sem náðu að tryggja veru sína þar að ári nokkuð örugglega. Alls komu um 200 manns saman þetta kvöld til að fagna árangri sumarsins. Að neðan fylgja nokkrar myndir frá kvöldinu ásamt upplýsingum um verðlaunahafa en …

Orðsending frá körfuknattleiksdeild UMFG – tímabilið rúllar af stað

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú þegar körfuboltaveturinn er farinn af stað og fyrsti heimaleikurinn er rétt handað við hornið, þá er um að gera að huga að því að tryggja sér besta sæti í vetur, með því að kaupa árskort á völlinn. Grindavík tekur á móti Þór Þorlákshöfn á morgun og verður hitað rækilega upp fyrir leik með borgurum, skrafi, spjalli og öllu tilheyrandi. …

Rene Joensen áfram í Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnudeild Grindavíkur hefur gert nýjan tveggja ára samning við færeyska landsliðsmanninn Rene Joensen. Rene gekk til liðs við Grindavík í lok júlí, og spilaði 8 leiki í Pepsi-deildinni í sumar. Hann er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað á báðum köntunum, í bakverði og á miðjunni. Rene var í yngri liðum Bröndby á sínum tíma en hann lék síðan með HB …

Grindavíkurkonum spáð 2. sæti 1. deildar – Fyrsti leikur í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Formenn, þjálfarar og fyrirliðar liðanna í efstu deildum karla og kvenna í körfubolta hittust á árlegum blaðamannafundi í dag og spáðu í spilin fyrir komandi tímabil. Er Grindavík spáð góðu gengi í vetur og harðri baráttu við KR um toppsætið. Fyrsti leikur liðsins er einmitt í kvöld, þegar liðið sækir Ármann heim kl. 20:00 Spáin: 1. KR 138 stig2. Grindavík …