Leik Grindavíkur og KR í Pepsi-deild karla, sem fara átti fram hér í Grindavík á sunnudaginn, hefur verið flýtt um einn dag. Nýr leikdagur er því laugardagurinn 12. maí og hefst leikurinn kl. 14:00. Hægt er að fylgjast með leikjaplani Grindavíkur í Pepsi-deild karla og kvenna í viðburðadagatalinu hér að neðan.
Íslandsmeistarar Þórs nokkrum númerum of stórir
Grindavíkurkonur fóru ekkert alltof vel af stað í Pepsi-deildinni þetta árið en þær tóku á móti Íslandsmeisturum Þórs/KA í fyrsta leik tímabilsins á laugardaginn. Gestirnir komust í 0-1 strax á 7. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Í seinni hálfleik opnuðust aftur á móti flóðgáttir við mark Grindavíkur og lokatölur leiksins urðu 0-5, gestunum í vil. Víkurfréttir gerðu leiknum …
Grindavík Faxaflóameistari í 5. flokki
Fyrsti titill fótboltasumarsins kom í hús í gær þegar stúlkurnar í 5. flokki urðu Faxaflóameistarar en þær unnu Breiðablik í hörkuleik, 3-0. Sjö lið voru í B-riðli A-liða og fór Grindavík taplaust í gegnum riðilinn. Þær unnu 5 leiki og gerði 1 jafntefli, og enduðu með markatöluna 21-4. Glæsilegur árangur hjá þessum efnilegu fótboltastelpum!
Grindavík Íslandsmeistarar í 9. flokki
Grindvíkingar lönduðu Íslandsmeistaratitli í körfubolta um helgina, þegar stúlkurnar í 9. flokki unnu úrslitaleik gegn sameiginlegu liði Tindastóls og Þórs nokkuð örugglega. Lokatölur leiksins urðu 59-27 en á kafla skoraði Grindavík 20 stig í röð án þess að Tindastóll/Þór næði að svara fyrir sig. Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður leiksins, af annars afar jafngóðu liði Grindavíkur. Hún skoraði 16 …
Stelpunum spáð erfiðu sumri
Grindavíkurkonur eiga nokkuð erfitt sumar í vændum ef eitthvað er að marka spá sérfræðinga Fótbolta.net en þeir setja Grindavík í 9. sæti sem þýðir fall úr deildinni. Grindvíkingar voru nýliðar í deildinni í fyrra og komu nokkuð á óvart þar sem liðið endaði í 7. sæti og fór í 4-liða úrslit í bikarnum. Töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi liðsins …
Karfan og knattspyrnan sameinast á vorgleði stuðningsmanna – FRESTAÐ
Af óviðráðanlegum ástæðum hefur þessum viðburði verið frestað um óákveðin tíma. Ný dagsetning auglýst síðar! Föstudaginn 11. maí verður blásið til mikillar veislu meðal stuðningsmanna stærstu deilda UMFG þegar knattspyrnu- og körfuknattleiksdeildin ætla að sameina krafta sína í vorgleði beggja deilda. Miðað við yfirlýsingu frá körfuknattleiksdeildinni verður ekkert til sparað á þessari gleði og framundan er ógleymanlegt kvöld með frábærum …
Grindavík áfram í Mjólkurbikarnum
Grindavík er komið áfram í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla, en liðið lagði Víði í Garði gær, 2-4. Nemó kom Grindvíkingum á bragðið strax í upphafi leiks og var staðan orðin 0-3 áður en heimamenn náðu að klóra í bakkann. Sigur Grindvíkinga var aldrei í mikilli hættu en margir af yngri leikmönnum liðsins fengu að spila í gær og skoraði hinn …
Grindvíkingar töpuðu opnunarleiknum
Grindvíkingar töpuðu fyrst leik Pepsi-deild karla þetta árið en FH voru gestir hér í Grindavík á laugardaginn. Eina mark leiksins skoraði Steven Lennon á 34. mínútu, en þetta var 50. deildarmark hans á Íslandi. Grindvíkingar fengu sín færi í leiknum en náðu þó ekki að nýta þau og tap gegn sterkum FH-ingum staðreynd. Næsti leikur Grindavíkur í deildinni er útileikur …
Strákunum spáð 7. sæti í Pepsi-deildinni
Grindvíkingar hefja leik í Pepsi-deild karla á laugardaginn, en þeir mæta FH-ingum hér heima í Grindavík í fyrsta leik. Grindvíkingar voru að öðrum liðum ólöstuðum spútniklið deildarinnar í fyrra og enduðu í 5. sæti eftir mjög góða byrjun á tímabilinu. Síðan þá hefur markakóngur deildarinnar, Andri Rúnar Bjarnason, horfið á braut í atvinnumennsku, og hópurinn í heild minnkað, en liðið hefur …
Aðalfundur körfuknattleiksdeildar UMFG í kvöld
Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar UMFG verður haldinn í Gjánni, fimmtudaginn 26. apríl kl 20:00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf, kosning nýrrar stjórnar o.s.frv. Allir velkomnir.