þann 03.febrúar 1935 var UMFG stofnað og á því félagið 80 ára afmæli í dag. Við viljum óska iðkendum, starfsmönnum deilda og öllu því góða fólki sem starfar með Ungmennafélagi Grindavíkur og Grindvíkingum til hamingju með félagið ykkar, megi það vaxa og dafna með okkur um ókomna tíð.
Hreyfivika UMFÍ
Grindavíkurbær tekur þátt í Hreyfiviku (Move Week) 29. sept. – 5. okt. nk. í samstarfi við UMFÍ. Þetta er stórskemmtilegt heilsuverkefni þar sem við viljum fá allar stofnanir bæjarins, UMFG, félagasamtök, þjálfara, fyrirtæki og alla áhugasama um holla hreyfingu til þess að taka þátt á einn eða annan hátt. Það geta verið fyrirlestrar, opnir tímar, skipulagðir hreyfitímar eða hvaða viðburðir …
Áskorun til Grindavíkurbæjar
Eftirfarandi ályktun var samþykkt á aðalfundi UMFG þann 11.maí 2014. Aðalfundur UMFG skorar á bæjarstjórn Grindavíkurbæjar að auka samstarf við deildir ungmennafélagsins í þróun íþróttamannvirkja bæjarins og að hlusta og taka meira tillit til skoðanna þeirra og óska í þeim efnum. Aðalstjórn UMFG
Aðalfundur UMFG 2014
Aðalfundur UMFG 2014 ( Aðalstjórn) Ungmannafélag Grindavíkur ákvað á stjórnarfundi sem haldinn var 03.mars 2014 að halda aðalfund UMFG 2014. Fundurinn verður haldinn sunnudaginn 11.maí 2014 kl 20:00 í Framsóknarhúsinu við Víkurbraut. Dagskrá fundarins er: Venjulega aðalfundarstörf
Forvarnarfundur
Snemma í sumar var haldinn á vegum forvarnarnefndar UMFG forvarnarfundur um fíkniefnamál, þar sem Krissi lögga í keflavík og Erlingur frá lundi forvarnarhúsi voru með fyrirlestur og var góð mting hjá Grindvíkingum og höfðu þeir orð á því að þeir hefðu ekki setið jafn fjölmennan fund lengi.
Forvarnarfundur fyrir foreldra
Á morgun þriðjudag verður fundur í Hópsskóla um forvarnamál fyrir foreldra. Kæru foreldrar Í framhaldi af fundi fyrir iðkendur UMFG mun forvarnarnefnd UMFG halda forvarnarfund fyrir foreldra og aðra aðstandendur. Þriðjudaginn 17 maí kl 17.30 í Hópskóla munu Erling frá forvarnarhúsi og Krissi lögga vera með fræðslu fyrir foreldrana og er mikilvægt að allir foreldrar mæti og sýni samstöðu í …
- Page 2 of 2
- 1
- 2