Jólasýning Fimleikadeildar UMFG verður haldin laugardaginn 21. nóvember næstkomandi. Í ár samanstendur sýningin af iðkendum úr 1.-10. bekk. Sýningin hefst kl. 13:00 og stendur til 14:00. Íþróttahúsið opnar 12:45 fyrir gesti. Miðverð er: 1.000 kr. fyrir fullorðna, 250 kr. fyrir 6-16 ára og frítt fyrir 5 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Tilvalið að gera sér glaðan dag og …
Styrktaræfingar hætta
Tekin hefur verið ákvörðun um að styrktaræfingar sem halda átti á vegum allra deilda UMFG verði felldar niður. Því verða engar styrktaræfingar eins og staðan er en verið er að skoða breytingar varðandi framhald af æfingum.
Fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára
Fimmtudaginn 15. október ætlum við að byrja með 6 vikna fimleikanámskeið fyrir 3-5 ára leikskólakrakka. Námskeiðið byrjar kl 17:15 og stendur til 18:00. Verð fyrir 6 vikna námskeið er 6000 kr og fer skráning fram í gegnum Nóra kerfið.Kveðja Fimleikadeild Grindavíkur
Æfingagjöld UMFG
Við viljum minna foreldra/forráðamenn á að skrá börnin sín í Nóra kerfið ef þau ætla að æfa íþróttir í vetur innan deilda UMFG Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold Slóðin er https://umfg.felog.is/ ef þið hafið gleymt lykilorði þá endilega hafið samband í gegnum umfg@umfg.is og við sendum nýtt lykilorð í tölvupósti.
Forldrafundur fimleikadeildar
Foreldrafundur fimleikadeildar Grindavíkur verður haldinn í dag mánudaginn 14. sept. kl 20:00. Fundurinn fer fram í Gjánni, félagsaðstöðu UMFG. Farið verður yfir komandi vetur og nýr þjálfari kynntur. Hvetjum alla foreldra til að koma. Stjórn Fimleikadeildarinnar
Æfingagjöld UMFG
Heil og sæl foreldar / forráðamenn, Nú fer starfið innan deilda UMFG að byrja og viljum við byrja á því að benda öllum á að skrá börnin sín í þær deildir sem ætla sér að stunda íþróttir í. Innskráningaferlið er kynnt hérna http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold og þar eru ítarlegar upplýsingar um hvernig skal skrá barnið inn í flokka t.d hérhttp://www.grindavik.is/gogn/umfg/Leibeiningar_fyrir_innskraningakerfi_Nora_hja_UMFG_i_myndum.pdf Þeir …
Æfingatafla UMFG veturinn 2015-2016
Æfingatöflur allra deilda UMFG, fyrir utan knattspyrnudeild, fyrir veturinn 2015-2016 eru tilbúnar og má sjá hér að neðan (útgáfa 0,4). Þær geta að sjálfsögðu tekið breytingum og verður til tilkynnt á heimasíðum deildanna. Æfingatöflur flestra deilda taka gildi 1. september en júdódeildin byrjar í dag, 26. ágúst. Knattspyrnudeildin gefur út bráðabirgðatöflu fljótlega fyrir fyrstu vikurnar. Frístundahandbók Grindavíkur með upplýsingum um …
Nýjung hjá UMFG: Sameiginlegar þrekæfingar allra deilda fyrir 5.-10. bekk
Athygli er vakin á sameiginlegum þrekæfingum allra deilda UMFG í vetur fyrir 5.-10. bekk, tvisvar í viku. Deildirnar munu skiptast á að sjá um þrekæfingarnar en þær hefjast miðvikudaginn 2. september og fara fram í litla salnum (gamla anddyrinu) í íþróttahúsinu. Iðkendur eru hvattir til að nýta sér þessa viðbót við æfingaflóruna. Æfingarnar eru sem hér segir: Mánudagar5.-7. bekkur kl. …
Aðalfundur UMFG
Aðalfundur UMFG verður haldinn þriðjudaginn 09.júní kl 20:00 fundurinn verður haldinn á sal í nýrri aðstöðu UMFG við Austurveg 1 venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundi frestað til 09.júní 2015
Aðalfundi sem halda átti í vikunni hefur verið frestað til þriðjudagsins 09.júní 2015 kl 20:00 fundurinn verður haldinn á sal í nýrri aðstöðu við Austurveg 1 venjulega aðalfundarstörf