Körfuboltaparið Jóhann Árni Ólafsson og Petrúnella Skúladóttir voru kjörin íþróttamaður og íþróttakona Grindavíkur 2013 við hátíðlega athöfn í Hópsskóla á gamlársdag. Jóhann Árni var lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Grindavíkur á síðasta keppnistímabili og Petrúnella einnig í lykilhlutverki í kvennaliði félagsins. Allar deildir UMFG og Golfklúbbur Grindavíkur tilnefndu íþróttamenn og íþróttakonur ársins úr sínum röðum. Valnefndin samanstendur af stjórn UMFG og frístunda- …
Kjör á íþróttamanni og konu Grindavíkur 2013
Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Hópsskóla og hefst kl. 13:00. Kjörið er öllum opið og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólki okkar. Eftirtaldir einstaklingar eru í kjöri í ár, 2013. Nöfnin birtast í stafrófsröð: Íþróttamaður Grindvíkur: Björn Lúkas Haraldsson – Tilnefndur af júdódeild og taekwondódeild …
Fótboltaskóli UMFG fyrir leikskólaaldurinn
Nýtt námskeið hefst á föstudaginn (8. nóv.) í Hópi. Æfingar verða kl.17.00-18.00. Námskeiðið er sjö skipti og kostar 4000 krónur. 50% afsláttur fyrir yngra systkini/tvíbura. Allir þátttakendur fá bol við greiðslu. Krökkunum verður skipt niður eftir getu og aldri til að allir fái verkefni við hæfi. Við höfum áhuga á að hafa stelpuhóp en það fer svolítið eftir fjöldanum hvort …
Skotfélagið Markmið
Skotfélagið Markmið Skotdeildin Markmið er nýleg deild innan UMFG og eru hafnar æfingar hjá deildinni öll þriðjudagskvöld í anddyri íþróttahúsins í Grindavík. Þriðjudagskvöld frá kl 20:00 – 22:00. allir eru velkomnir að líta við og sjá starfsemi deildarinnar.
Íþróttaskóli UMFG
UNGMENNAFÉLAG GRINDAVÍKUR ÍÞRÓTTASKÓLI BARNA HEFST 05.10.2013 LAUGARDAGAR 10.00 TIL 11.00 Kennari: Petrúnella Skúladóttir ÞRIÐJUDAGAR 16.15 TIL 17.00 Kennari: Ægir Viktorsson Skólinn stendur yfir í 11 vikur og gjaldið er 10.000.- kr á barn. Veittur er systkinaafsláttur hálft gjald fyrir annað barn. Skráning fer fram í íþróttahúsi laugardaginn 05.okt 2013
Mátun á körfuknattleiks búningum
Mátun á körfuknattleiksbúningum fyrir yngri flokka Á fimmtudaginn 3.okt fer fram mátun á körfuboltabúningum fyrir iðkendur yngri flokka körfuknattleiksdeildarinnar. Mátunin fer fram í húsnæði UMFG í útistofu við Grunnskólann frá kl 17:00-18:00. Búningurinn kostar 8500.- kr og þarf að staðgreiða búninginn við pöntun.
Judó æfingar
Judó Æfingar eru byrjaðar Judó æfingar eru byrjaðar og vill nýr þjálfari judódeildarinnar, Arnar Már Jónsson bjóða alla velkomna á æfingar. Judó íþróttin er ekki bara fyrir keppnisfólk heldur einnig góð líkamsrækt, forvörn og hentar oft mjög vel fyrir börn sem finna sig ekki í hópíþróttum. Yngri aldur ( 6-10 ára ) er á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá klukkan 17:00-17:55 Eldri krakkar og …
Hækkun Æfingagjalda UMFG
Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur hækki æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 2007-1997. Ákveðið hefur verið að æfingagjaldið verði kr 22.500.- á barn fyrir allt árið 2013 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill. Æfingagjöldin eru fyrir tímabilið janúar – desember ár hvert. Fyrri hluti æfingagjaldanna ( 10.000.- kr ) hafa nú þegar verið settir inn …
Búið er að opna fyrir skráningar á 16. Unglingalandsmót UMFÍ
Mótið fer fram á Höfn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Skráningin fer fram hérna: http://skraning.umfi.is/ Unglingalandsmótin hafa verið afar vinsæl frá upphafi en keppendur á síðasta móti voru um 2000 talsins. Keppnisgreinar á mótinu verða fimleikar frjálsíþróttir glíma golf hestaíþróttir knattspyrna körfubolti motocross skák stafsetning sund strandblak og upplestur. Allir á aldrinum 11 – 18 ára geta keppt á mótinu en …
Sumarfjarnám 2013 þjálfaramenntun 1. stigs ÍSÍ
Sumarfjarnám 1. stigs í þjálfaramenntun ÍSÍ mun hefjast mánudaginn 24. júní nk. og tekur átta vikur. Athugið að síðasti dagur til að skrá sig er í dag Um er að ræða samtals 60 kennslustunda nám og er þátttökugjald kr. 25.000.- Allt efni er innifalið í gjaldinu s.s. bókin Þjálffræði sem send er heim til þátttakenda ásamt öðru efni. Námið er …