Þrír leikmenn Grindavíkur í æfingahópinn fyrir undankeppni EuroBasket 2017

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Í dag var tilkynnt um hvaða 15 leikmenn voru valdir í æfingahóp fyrir undankeppni EM í körfubolta kvenna, en lokakeppnin fer fram árið 2017. Íslenska kvennalandsliðið mun hefja keppni laugardaginn 21. nóvember. Fyrsti leikur liðsins verður í Ungverjalandi í borginni Miskolc og svo tekur við heimaleikur í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember gegn Slóvakíu. Þrír leikmenn Grindavíkur eru í hópnum, en það …

Fyrsta matarveisla vetrarins

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Nú koma Keflvíkingar í heimsókn á föstudagkvöldið og við í körfunni notum að sjálfsögðu tækifærið og bjóðum í fyrstu matarveislu tímabilsins fyrir þá sem eru í stuðningskortahópnum okkar. Við byrjum þetta með eðal fiskiveislu og fáum til þess mikið bakköpp frá Stakkavíkurmæðgum sem og Stakkavík fyrirtækinu sjálfu. Við opnum Gjánna kl 17:30 og tökum vel á móti gestum með opinn …

Gunnar og Ólafur Ingi semja við Grindavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar sömdu á dögunum við tvo unga og efnilega leikmenn. Gunnar Þorsteinsson snýr aftur til Grindavíkur eftir að hafa leikið með ÍBV undanfarin ár og þá skrifaði Ólafur Ingi Jóhannesson einnig undir samning við félagið.  Fréttatilkynningar frá knattspyrnudeildinni: „Miðjumaðurinn Gunnar Þorsteinsson hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt Grindavík og skrifað undir þriggja ára samning. Hinn 21 árs gamli Gunnar …

Grindavík tapaði Suðurnesjaslagnum í Keflavík

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík sótti nágranna sína í Keflavík heim núna á laugardaginn en okkar konur mættu til leiks án tveggja lykilmanna, en þær Helga og Petrúnella eru báðar frá vegna meiðsla. Keflvíkingar hafa einnig orðið fyrir ýmsum skakkaföllum við upphaf móts, en meðalaldur leikmanna liðsins er rúmlega 18 ár. Til að gera langa sögu stutta þá voru heimastúlkur skrefinu á undan svo …

Svekkjandi tap gegn Stjörnunni í Ásgarði í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu Stjörnuna í Ásgarð í Garðabænum í gær og er skemmst frá því að segja að það reyndist engin frægðarför. Grindvíkingar sem voru nýbúnir að venjast því að spila með hinum bandaríska Eric Wise þurftu nú að aðlagast því á ný að spila án hans þar sem hann var í banni í leiknum. Leikurinn byrjaði nokkuð jafn og var …

Slæmt tap heima gegn Snæfelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Snæfell virðist vera að ná einhverju taki á Grindavík en liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð gegn Grindavík í karla og kvennaflokki, nú síðast hér í Mustad höllinni þar sem Snæfellskonur fóru nokkuð létt með stöllur sínar úr Grindavík, lokatölur 60-83 gestunum í vil. Grindvíkingar léku án Petrúnellu Skúladóttur sem fékk höfuðhögg gegn Stjörnunni á dögunum og í …

Aftur 13 og risakerfi – Risaseðill og risapottur um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Um þar síðustu helgi komu 13 réttur í Gula Húsið og skilaði það 1.750.000 kr í vasa fimm ungra Grindvíkinga. Þetta er í annað skiptið sem að 13 réttir koma í Gula húsið á síðan í september. Alls hafa verið greiddar út um 2.5 milljónir á 2 mánuðum Það verður Risapottur hjá Getraunum um helgina og stefnir potturinn í 200 …

Tækniæfingar í Hópinu á þriðjudögum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Knattspyrnuakademía UMFG ætlar að bjóða upp á tækniæfingar fyrir iðkendur í 5., 4. og 3.flokki drengja og stúlkna næstu þriðjudaga frá kl.15.30-16.15 í Hópinu. Áhugasömum er frjálst að mæta til að auka leikfærni óháð leikstöðu og getu í knattspyrnu.

Grindavík áfram í bikarnum en ÍG úr leik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Tveir leikir í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla í körfuknattleik fóru fram í Grindavík um helgina. Á laugardaginn tóku ÍG menn á móti hávaxnasta manni Íslands og Þór frá Þorlákshöfn og á sunnudaginn var svo úrvalsdeildarslagur þar sem FSu sótti Grindavík heim.  Þrátt fyrir hetjulega baráttu áttu ÍG aldrei möguleika í gestina frá Þorlákshöfn, enda umtalsverður getumunur á 2. deild …

Grindavíkurliðin fá heimaleiki í 16-liða úrslitum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Dregið var í 16-liða úrslit í bikarkeppni KKÍ í hádeginu en kvennalið Grindavíkur á þar titil að verja. Grindavík fékk heimaleiki hjá báðum kynjum. Stelpurnar taka á móti Njarðvík en strákarnir fá Stjörnuna í heimsókn. Enn á eftir að ákveða leikdaga og sagðist Lórenz Óli formaður körfuknattleiksdeildarinnar, vonast eftir tvíhöfða í Grindavík og fullu húsi af fólki.