Það hefur sennilega ekki farið framhjá neinum að það eru bikarúrslitaleikir í Laugardalshöll um helgina, þar sem Grindavík á fjögur lið. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í höllina, en forsölu lýkur í dag kl. 18:00 í Palóma. Til að keyra upp bikarstemminguna verður gulur dagur á morgun hjá stofnunum bæjarsins og hvetjum við alla til að mæta …
Judo æfingar fyrir 3-5 ára
Nú eru að byrja aftur æfingar fyrir 3-5 ára börn í Judo og mun námskeiðið hefjast þann 02.mars kl 16:00 í Gjánni, sal íþróttamiðstöðvarinnar. Námskeiðið mun vera í mars og apríl á miðvikudögum kl 16:00 og kosta þessir tveir mánuðir 10.000.- kr Skráningar fara fram í skráningakerfi UMFG https://umfg.felog.is/
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG
Aðalfundur knattspyrnudeildar UMFG verður haldinn fimmtudaginn 18. febrúar 2016, kl. 20:00 í félagsheimili knattspyrnudeildar að Austurvegi 3. Dagskrá:– Venjuleg aðafundarstörf– Skýrsla stjórnar– Ársreikningur– Skýrsla unglingaráðs– Önnur málIðkenndur, foreldrar, velunnarar og aðrir áhugamenn um knattspyrnu eru hvattir til að mæta. Stjórn knattspyrnudeildar UMFG
Grindavík vann nágrannaslaginn í Keflavík
Grindvíkingar virðast heldur betur vera að rétta úr kútnum í Dominosdeild karla en þeir hafa nú unnið tvö topplið röð. Fyrst gegn Stjörnunni á föstudaginn og svo í gær gegn toppliði Keflavíkur. Leikmönnum var nokkuð heitt í hamsi í gær en okkar menn létu dómarana ekki fara í skapið á sér heldur sigldu sigrinum sallarólegir í höfn, en þeir fóru …
Forsala á bikarúrslitin í fullum gangi
Forsala á bikarúrslitaleikinn í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar er nú í fullum gangi hjá Lindu í Palóma. Miðarnir kostar 2.000 kr. í forsölu hjá UMFG en 2.500 kr. í hurðinni á leikdegi. Athugið að aðeins 300 miðar eru í boði í forsölu en henni lýkur á fimmtudaginn. Miðarnir gilda bæði á karla og kvennaleikina.
Dýrmæt stig í hús í Dominosdeildum beggja kynja um helgina
Helgin var grindvískum körfuknattleiksliðum góð en mikilvæg stig komu í hús í Mustad höllinni, bæði hjá strákunum og stelpunum. Strákarnir riðu á vaðið á föstudaginn þar sem þeir unnu flottan baráttusigur á Stjörnunni, 78-65, og stelpurnar fylgdu svo í kjölfarið á laugardaginn þar sem þær sigruðu Keflavík, 75-66. Sigurinn hjá stelpunum var afar dýrmætur í baráttunni um 3.-4. sætið í …
Aðalfundur ÍS 2016
Aðalfundur Íþróttabandalags Suðurnesja verður haldin miðvikudaginn 24. febrúar, kl.20:00. Fundurinn verður haldinn í golfskála Golfklúbbs Sandgerði Dagskrá. 1. Setning fundar2. Kosning fundarstjóra og ritara3. Skýrsla stjórnar4. Lagðir fram reikningar til samþykktar 5. Kosning formans ÍS6. Kosið í stjórn ÍS 7. Formenn félaga fara yfir starfið hjá sínum félögum8. Önnur mál Félagar innan Íþróttabandalags Suðurnesja eru hvattir til að mæta.
GG og UMFG í samstarf, Ray og Scotty þjálfa
Vefsíðan Fótbolti.net greindi frá þeim stórtíðindum í morgun að stjórn GG væri búið að ráða þjálfara fyrir sumarið. Þá hafa GG og knattspyrnudeild UMFG undirritað samstarfssamning. Þjálfarar liðsins verða tveir reynsluboltar úr grindvískri knattspyrnu, þeir Scott Ramsay og Ray Anthony Pepito Jónsson. Frétt Fótbolta.net: „Scott Ramsay og Ray Anthony Jónsson ætla í sameiningu að stýra GG í 4. deildinni í …
Fýluferð í Hólminn hjá stelpunum
Grindvíkingar hafa ekki átt ánægjulegar ferðir í Stykkishólm síðustu vikur. Strákarnir töpuðu framlengdum leik þar á dögunum og í gær töpuðu stelpurnar líka, 75-69. Karfan.is var með fréttaritara á staðnum sem gerði leiknum skil: „Fyrir leikinn í kvöld voru liðin búinn að mætast tvívegis í Domino’s deildinni þar sem Snæfell hafði sigrað í báðum leikjum, enginn breyting varð á í …
Stelpurnar í 9. flokki komnar í bikarúrslitin
Fjórða lið Grindavíkur tryggði sér sæti í bikarúrslitunum í Laugardalshöllinni þann 13. febrúar, þegar Grindavík sigraði Keflavík í 9. flokki stúlkna. Lokatölur urðu 43-34 en að sögn kunnugra var sigur Grindavíkur aldrei í hættu. Grindavík mun því eiga fjóra fulltrúa á bikarhelginni og raunar er möguleiki á að fimmta liðið bætist í hópinn því að strákarnir í drengjaflokki spila við …










