Töltmót Brimfaxa fór fram síðastliðinn föstudag í nýrri og glæsilegri reiðhöll félagsins. 32 keppendur voru mættir til leiks en alls var keppt í 6 flokkum. Ljósmyndari heimasíðunnar var á staðnum og smellti af nokkrum myndum en þær má sjá á Facebook-síðu bæjarins. Úrslit: Pollar teymdirAlbertÍris MjöllNadía LífÍsoldSigurður AriSnorri Stefáns. PollarEmilía SnærósLilja RósSindri SnærÞórey Tea Barnaflokkur1. Magnús Máni Magnússon – Gosi frá Borgarnesi2. Enika …
5 mörk og toppsætið
Grindvíkingar tóku Leiknismenn frá Fáskrúðsfirði í kennslustund á Grindavíkurvelli á laugardaginn en 5 mörk litu dagsins ljós áður en leikurinn var allur. Grindavíkur hefur því unnið 3 fyrstu leiki sumarsins og situr í toppsæti deildarinnar með fullt hús stiga. Vonandi gefur þetta góða start vísbendingu um það sem koma skal í sumar. Grindvíkingar fönguðu innilega eftir leik. Blaðamaður Fótbolta.net fékk …
Grindvíkingar komnir með markvörð og einn sóknarmann til
Grindvíkingar hafa verið með allar klær úti á leikmannamarkaðnum síðustu daga. Eins og við greindum frá á dögunum var markvörðurinn Anton Ari kallaður til baka úr láni af Valsmönnum en hinn ungi og efnilegi Hlynur Örn Hlöðversson er kominn til liðsins í láni frá Blikum til að leysa hann af hólmi. Þá er sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason einnig kominn til …
GG opnuðu leiktímabilið með sigri
Upprisa knattspyrnuliðsins GG fer vel af stað en liðið lék sinn fyrsta deildarleik í gær, gegn KB hér á Grindavíkurvelli. Skemmst er frá því að segja að GG unnu góðan sigur, 4-1, en báðir þjálfarar liðsins voru á meðal markaskorara. Í liði GG eru margir reynsluboltar úr fótboltanum, en þó enginn reynslumeiri en Gunnar Ingi Valgeirsson, sem lék sinn 395. …
Gróttukonur straujaðar í opnunarleiknum
Grindavíkurkonur fengu heldur betur fljúgandi start í B-riðli 1. deildar kvenna þegar þær tóku lið Gróttu í létta kennslustund á Grindavíkurvelli í gær. Leikurinn fór rólega af stað og bæði lið gerðu sig líkleg til að skora en Grindvíkingar voru fyrri til að brjóta ísinn þegar Sashana Pete Campbell skoraði á 28. mínútu. Brustu þá allar flóðgáttir við mark Gróttu …
Bergvin og Hólmar fóru holu í höggi
Tveir grindvískir kylfingar, þeir Bergvin Ólafarson og Hólmar Ómarsson Waage, fór á dögunum holu í höggi á Húsatóftavelli. Bergvin var að ná þessum árangri í fyrsta sinn en Hólmar í sitt þriðja. Bergvin fór holu í höggi á 18. holu vallarins, sem er 112 metrar og sló hann með 52 GR vokey easy. Hólmar aftur á móti var á 4. …
10. flokkur kvenna missti af titlinum
Bikarmeistarar 10. flokks kvenna náðu því miður ekki að fullkomna tvennuna í ár en þær töpuðu í undanúrslitum í Íslandsmótinu um helgina, 29-39, gegn Keflavík. Grindvíkingar náðu sér aldrei almennilega á strik í leiknum og voru að elta Keflavík allan tímann. Undir lok þriðja leikhluta tókst þeim að minnka muninn í 2 stig en Keflavík svaraði með 6 stigum og …
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í unglingaflokki
Strákarnir í unglingaflokki hömpuðu Íslandsmeistaratitlinum um helgina þegar þeir lögðu FSu að velli í úrslitaleik, 71-57. Titillinn er eflaust væn sárabót fyrir bikarleikinn sem tapaðist svo grátlega en sigurinn að þessu sinni var svo til aldrei í hættu. Leikurinn var kveðjuleikur Jón Axels Guðmundssonar sem heldur nú til Bandaríkjanna í nám en Jón átti mjög góðan leik, með 16 stig, …
Grindvíkingar á toppnum með fullt hús
Grindvíkingar eru með fullt hús stiga eftir tvær umferðir í Inkasso deild karla í fótbolta. Grindvíkingar léku í gær gegn Huginsmönnum á útivelli og kræktu í 0-1 sigur. Mark Grindvíkinga reyndist sjálfsmark sem kom hálftíma fyrir leikslok. Grindvíkingar og Leiknismenn eru einu liðin sem hafa unnið báða sína leiki það sem af er sumri. Víkufréttir greindu frá.
Lokahóf yngri flokka á fimmtudaginn
Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar UMFG fer fram í Gjánni fimmtudaginn 19. maí kl 17:00. Allir iðkendur í 1.-4. bekk fá viðurkenningarskjal fyrir afrakstur vetrarins. Einstaklingsverðlaun verða veitt fyrir iðkendur í mb.11 ára – unglingaflokks. Pylsupartý verður að lokinni verðlaunaafhendingu fyrir utan íþróttahúsið. Körfuknattleiksdeildin veitir einstaklingsverðlaun fyrir góð gildi sem gera þau að betri leikmönnum og félagsmönnum í framtíðinni. t.d eru …