Búningasala hjá körfuboltanum á föstudaginn

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Körfuknattleiksdeild UMFG verður með búningasölu í Gjánni fyrir barna og unglingaflokka, föstudaginn 29. september frá kl. 17:00 til 18:00. Búningurinn kostar 10.000 kr og sokkar eru líka seldir á 1000 kr og þarf að staðgreiða vörurnar við pöntun. Stuðningsmenn geta einnig nýtt þetta tækifæri til að kaupa stakar treyjur, en þær kosta 6.000 kr.

2. flokkur karla Íslandsmeistarar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Drengirnir í 2. flokki karla gerðu sér lítið fyrir og lönduðu Íslandsmeistaratitlinum í C-riðli Íslandsmótsins á föstudaginn. Strákarnir gerðu jafntefli við lið Völsungs, 2-2, og þar með var titillinn í höfn. Þeir skoruðu 30 mörk og fengu 12 mörk á sig í 12 leikjum sumarsins. Til viðbótar eigum við markahæsta leikmann sumarsins en Sigurður Bjartur Hallsson skoraði 16 mörk af …

Æfingar sunddeildar hefjast að fullu 16. okt – Jóri þjálfar

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Það gleður okkur að tilkynna að frá og með mánudeginum 16. október mun Jóri taka við þjálfun sunddeildarinnar að fullu og þá fara allar æfingar í gang. Við verður með æfingar fyrir elsta hóp leikskólans og eldri. Við munum setja inn tímatöflu í næstu viku. Jóri er búinn að standa sig frábærlega við þjálfun en hann hefur einungis geta tekið …

Engin stig frá Akureyri

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindvíkingar höfðu sætaskipti við KA í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið tapaði fyrir KA-mönnum fyrir norðan, 2-1. Simon Smidt skoraði eina mark Grindavíkur og er Andri Rúnar því ennþá einu marki frá því að jafna markametið í efstu deild, sem er 19 mörk. Andri fær þó einn séns enn en lokaleikur Grindavíkur í deildinni er heimaleikur gegn Fjölni á …

Stelpurnar stoppuðu toppliðið

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavíkurkonur gerðu sér lítið fyrir um helgina og lögðu lið Þórs/KA hér á Grindavíkurvelli, en lokatölur leiksins urðu 3-2. Þetta var aðeins annar leikurinn sem norðankonur tapa í sumar og með þessum sigri komu Grindavíkurkonur í veg fyrir að þær fögnuðu Íslandsmeistaratitli hér í Grindavík.  Grindavík hefur þegar tryggt sæti sitt í deildinni og hefur því í raun að litlu …

Rashad Whack nýr leikmaður Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar hafa ráðið til sín erlendan leikmann fyrir komandi tímabil í Domino’s deild karla. Sá heitir Rashad Whack og er skotbakvörður að upplagi. Whack er fæddur árið 1991, er 191 cm á hæð og 91 kg. Whack útskrifaðist frá Mount St. Marys háskólanum árið 2014 og hefur síðan þá spilað í bæði Kanada og Swiss. Whack er þriðji erlendi leikmaðurinn …

Czy twoje dziecko jest zapisane w systemie Nora?

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Jesienne zapisy na zajęcia sportowe na rok 2017 w UMFG. Zaczynają się treningi dla dzieci od 6 do 16 lat i trzeba zapisać na nie dzieci w systemie Nora. Aby zapisać dziecko w systemie Nora należy:  1. Wejść na stronę https://umfg.felog.is/ i zalogować się jako rodzic ( zanim się zalogujemy musimy zaznaczyć w prawym górnym rogu, że akceptujemy warunki-samþykkja skilmála). …

Lokahóf 3. og 4. flokks í knattspyrnu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Lokahóf 3. og 4. flokks karla og kvenna var haldið á sal grunnskólans fimmtudaginn 14. september. Ægir Viktorsson opnaði hófið og hélt smá tölu. Verðlaun voru veitt í flokkunum og einnig var undirritaður samningur við nýjan yfirþjálfara yngri flokka, Arngrím Jóhann Ingimundarson (Adda) en hann var að þjálfa 3. og 5. flokk kvenna þetta tímabilið. Í lokin var boðið upp …

Rennandi blaut markasúpa á Grindavíkurvelli

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Knattspyrna

Grindavík landaði þremur dýrmætum stigum í Pepsi-deild karla í gær þegar liðið sigraði Breiðaleik í miklum markaleik, 4-3. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnr á Grindavíkurvelli voru ekki upp á marga fiska en völlurinn var mjög blautur og stífur vindur á annað markið í ofanálag. Grindvíkingur léku undan vindi í fyrrihálfleik en það voru Blikar sem settu fyrsta markið strax í upphafi leiks …

Björn Lúkas rúllaði upp MMA einvígi sínu

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Björn Lúkas Haraldsson vann yfirburðasigur í sínum öðrum MMA bardaga um helgina þegar hann lagði Georgio Christofi í 1. lotu einvígis þeirra. Þetta var annar bardagi Björns í MMA en hann hefur klárað þá báða örugglega í 1. lotu. Björn var nokkuð kokhraustur fyrir bardagann en í samtali við MMA fréttir sagði hann: „Eina sem ég veit um andstæðinginn er að …