Björn Lúkas Haraldsson vann yfirburðasigur í sínum öðrum MMA bardaga um helgina þegar hann lagði Georgio Christofi í 1. lotu einvígis þeirra. Þetta var annar bardagi Björns í MMA en hann hefur klárað þá báða örugglega í 1. lotu. Björn var nokkuð kokhraustur fyrir bardagann en í samtali við MMA fréttir sagði hann: „Eina sem ég veit um andstæðinginn er að hann er 1-0 núna og verður 1-1 eftir helgina.” Það reyndist vera sannur spádómur hjá Birni.
Nánar er fjallað um bardagann á mmafrettir.is og þar má einnig sjá upptöku frá bardaganum.