KR-ingum rutt úr vegi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar okkar unnu nokkuð þægilegan og öruggan sigur á KR-ingum í gær, lokatölur 80-60. Í kvöld fara strákarnir svo til Keflavíkur og ætla sér örugglega ekkert annað en sigur á nágrönnum okkar. Því miður var enginn fulltrúi grindavík.is né karfan.is á leiknum í gær en við birtum í staðinn frétt af vf.is: ,,Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með KR-inga þegar …

Innskráningakerfi UMFG

Ungmennafélag GrindavíkurFimleikar, Judó, Knattspyrna, Körfubolti, Sund, Taekwondo, UMFG

Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða upp á hefur verið ákveðið að börnin verði skráð samkvæmt mætingalistum sem þjálfarar hafa skilað inn til gjaldkera. Þar sem að erfiðlega gengur að fá foreldra/forráðamenn til þess að skrá börnin í þær íþróttagreinar sem deildir innan UMFG bjóða …

Tap gegn Stólunum í háspennuleik

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar tóku á móti Tindastóli í Dominosdeild karla í gærkvöldi og enn ætlar að verða einhver bið eftir næsta sigri hjá okkar mönnum. Eftir leikinn situr Grindavík í 10. sæti með tvo sigra og 6 töp. Nóg er þó eftir af deildarkeppninni og voru mikil batamerki á leik liðsins í gær og hefðu sigurinn hæglega getað endað okkar megin en …

Þægilegur 25 stiga heimasigur gegn Blikum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Stelpurnar okkar unnu í gær nokkuð þægilegan 25 stiga sigur á Blikum hér á heimavelli, en lokatölur leiksins urðu 89-64, Grindavík í vil. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en Grindavík var þó yfir allan tímann. Hægt en örugglega byggðu þær upp forystuna og sigurinn var í raun aldrei í hættu. Eins og svo oft áður í vetur var Rachel …

Breiðablik heimsækir Röstina í kvöld – leikjaplan fram að áramótum

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindavík tekur á móti Breiðabliki í kvöld í Dominosdeild kvenna. Gengi Grindavíkur hefur verið upp og ofan framan af hausti og uppskeran 4 sigrar og 4 töp og situr liðið eins og er í 5. sæti. Fjögur efstu sætin gefa keppnisrétt í úrslitakeppninni. Blikar eru í næsta sæti fyrir neðan okkur, en hafa aðeins landað einum sigri og hlýtur sigur …

Aðventumót GG fer fram næstu helgi

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur ætlar að halda áfram mótahaldi og næstkomandi laugardag fer fram fyrsta aðventumót klúbbsins þegar aðeins rétt rúmar fjórar vikur eru til jóla. Flatir Húsatóftavallar eru í ótrúlega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að komið sé fram í lok nóvember. Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við mótahaldi klúbbsins á síðustu vikum og svörum því kallinu og höldum áfram. Fyrsta …

Sjö stig í 4. leikhluta og vandræðalegt tap staðreynd

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Grindvíkingar heimsóttu ÍR-inga í Hellinn í gær, og lengst af leit út fyrir fremur þægilegan sigur okkar manna. Fljótlega fór að draga verulega í sundur með liðunum og þegar 13 mínútur voru eftir af leiknum leit ekki út fyrir annað en Grindvíkingar væru komnir langleiðina með að sigla þægilegum sigri í höfn og munaði 23 stigum á liðunum, staðan 50-73. …

Grindavík aftur á sigurbraut – öruggur sigur á Hamri í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Eftir dapurt gengi í síðustu leikjum komust Grindavíkurstúlkur aftur á beinu brautina í gær þegar þær lönduðu nokkuð þægilegum útisigri í Hveragerði, 49-73. Að vanda var Rachel Tecca stigahæst Grindvíkinga en hún skoraði 20 stig, reif niður 10 fráköst og stal 6 boltum. Heilt yfir voru okkur konur að spila vel, allir leikmenn fengu mínútur og ánægjulegt að sjá mikilvæga …

Opið mót á Húsatóftavelli um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu móti á Húsatóftavelli laugardaginn 22. nóvember næstkomandi. Leikið verður inn á sumarflatir af hefðbundum teigum vallarins. Um er að ræða frábært tækifæri til að leika golf við fínustu aðstæður í nóvember á Íslandi en völlurinn er enn í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vetur konungur sé farinn að banka á dyrnar. Flatirnar eru enn frábærar …

Glæsilegt Nóvembermót GG í gær

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir

Yfir 100 kylfingar tóku þátt í Nóvembermóti GG sem fram fór á Húsatóftavelli í gær, sunnudag. Kylfingar voru ræstir út um leið og það fór að birta og síðustu kylfingar komu í hús skömmu eftir myrkur. Kylfingar voru heilt yfir himinlifandi með geta leikið keppnisgolf um miðjan nóvember og einnig með aðstæður. Aðeins rigndi um morgunin en að sama skapi …