Grindavíkurstúlkur tóku á mæti Snæfelli á laugardaginn í öðrum leik liðanna í 4-liða úrslitum Dominosdeildar kvenna. Eftir sárt tap í fyrsta leik komu okkar stúlkur sterkar til baka í þessum leik og unnu að lokum góðan sigur, 79-72. Snæfellingar voru sterkari framan af en í seinni hálfleik skelltu Grindvíkingar í lás í vörninni, lokuðu vel á Kanann hjá Snæfelli og …
Grindvíkingar Íslandsmeistarar í minnibolta stúlkna
Grindvíkingar lönduðu Íslandsmeistaratitli um helgina, en stúlkurnar í minniboltanum urðu meistarar um helgina. Þjálfari þeirra er þungavigtarþjálfarinn Ellert Magnússon en þetta er svo sannarlega ekki fyrsti titilinn sem Elli færir heim í hérað og örugglega ekki sá síðasti. Óskum við þessum efnilegu stúlkum til hamingju með titilinn.
Allir í Röstina á morgun!
Við minnum á að stelpurnar okkar spila sinn fyrsta heimaleik í úrslitakeppninni í ár á morgun, laugardag, kl. 16:30. Stelpurnar taka á móti deildarmeisturum Snæfells sem jafnframt eru ríkjandi Íslandsmeistar og þurfa þær á þínum stuðningi að halda til að klára þennan leik. Mætum öll á völlinn og sýnum stuðning í verki. Áfram Grindavík!
Tap í fyrsta leik gegn Snæfelli
Úrslitakeppnin fór ekki vel af stað hjá stelpunum en þær töpuðu í gærkvöldi nokkuð stórt í Stykkishólmi, 66-44. Grindvíkingar léku án Maríu Ben og óvíst hvort hún leiki meira með á tímabilinu. Okkar konur börðust vel í þessum leik og voru í góðum séns framan af en heimastúlkur tóku leikinn yfir hægt og bítandi í seinni hálfleik og lönduðu að …
Sverrir Þór hættir hjá Grindavík eftir tímabilið
Það er skammt stórra högga á milli hjá körfuboltanum en í gær greindum við frá því að Ólafur Ólafsson væri á leið í atvinnumennsku í Frakklandi og síðdegis í gær bárust svo þær fréttir að Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari beggja meistaraflokka UMFG í körfubolta, hafi ákveðið að hætta eftir tímabilið. Sverrir hefur þjálfað meistaraflokk karla undanfarin þrjú ár og í …
Vinningshafar Páskahappdrættis meistaraflokks kvenna
Dregið hefur verið í Páskahappdrætti meistaraflokks kvenna en alls voru 50 glæsilegir vinningar í boði. Vinningaskrána má sjá í heild sinni hér Við óskum vinningshöfum til hamingju með vinningana.
Grindvíkingar þétta raðirnar fyrir knattspyrnusumarið
Undanfarna daga hafa fjórir leikmenn skrifað undir samninga við meistaraflokk karla í knattspyrnu hjá UMFG. Úlfar Hrafn Pálsson er nýr leikmaður Grindavíkur, en hann kemur úr Haukum og skrifaði undir samning til út árið 2015. Þá skrifuðu þrír yngri leikmenn einnig undir samninga. Milos Jugovic skrifaði undir þriggja ára samning við Grindavík. Hann er uppalinn hjá liðinu en lék tímabilið …
Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í kvöld
Úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna hefst í kvöld og okkar konur verða þar í eldlínunni þegar þær sækja Snæfell heim. Ljóst er að við ramman reip verður að draga í einvíginu en Snæfellskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ógnarsterkar. Þær tóku seinni hluta deildarinnar með trompi og sópuðu að sér verðlaunum. Okkar konur eru þó engir aukvisar og munu eflaust leggja allt í …
Grindvíkingar snemma í sumarfrí í ár
Keppnistímabil Grindvíkinga í Dominosdeild karla hlaut fremur snautlegan og ótímabæran endi þetta árið, en KR-ingar voru með kústana á lofti og sópuðu okkar mönnum útúr úrslitakeppninni, 3-0. Grátlegur endir á erfiðu tímabili sem er markað af miklum meiðslum og mannabreytingum, bæði á erlendum leikmönnum og íslenskum. Fyrir tímabilið voru menn hóflega bjartsýnir. Ákveðið var að fá erlendan leikstjórnanda til liðsins …
Ólafur Ólafsson í atvinnumennsku í Frakklandi
Karfan.is greindi frá því núna fyrir stundu að Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, hafi skrifað undir samning við franska liðið St. Clement og muni leika með þeim næsta vetur. Ólafur var einn af betri leikmönnum Grindavíkur í vetur og steig vel upp í fjarveru annarra lykilmanna. Brotthvarf Óla er augljós blóðtaka fyrir Grindvíkinga en maður kemur alltaf í manns stað og …