Úrslitakeppnin hefst hjá stelpunum í kvöld

Ungmennafélag GrindavíkurÍþróttafréttir, Körfubolti

Úrslitakeppni Dominosdeildar kvenna hefst í kvöld og okkar konur verða þar í eldlínunni þegar þær sækja Snæfell heim. Ljóst er að við ramman reip verður að draga í einvíginu en Snæfellskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar og ógnarsterkar. Þær tóku seinni hluta deildarinnar með trompi og sópuðu að sér verðlaunum. Okkar konur eru þó engir aukvisar og munu eflaust leggja allt í sölurnar til að reyna að vinna tvöfalt í ár.

Fyrsti leikurinn verður í Stykkishólmi í kvöld, en vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram í úrslitin. Næsti leikur verður svo hér í Röstinni laugardaginn 11. apríl kl. 16:30.

Áfram Grindavík!