Grindavíkurstúlkur luku keppni í Dominosdeild kvenna í gærkvöldi þega þær töpuðu á heimavelli fyrir Snæfelli og þar með viðureigninni 3-1. Grindavík náði sér aldrei almennilega á strik í leiknum nema rétt í byrjun og sigur gestanna var í raun aldrei í hættu. Blaðamaður Grindavík.is var að sjálfsögðu á leiknum og skrifaði umfjöllun sem birtist í gær á karfan.is og núna …
Sylvía Sól sigraði þrígangsmót Sóta
Ungir grindvískir íþróttamenn halda áfram að gera það gott en Sylvía Sól Magnúsdóttir, hestakona úr Brimfaxa, gerði sér lítið fyrir og varð í 1. sæti í flokki 17 ára og yngri á opna þrígangsmóti Sóta 11. apríl síðastliðinn. Góður afmælisdagur hjá Sylvíu en þessi efnilegi knapi fagnaði jafnframt 15 ára afmæli sínu þennan sama dag. Við óskum Sylvíu til hamingju …
Fimm ungir Grindvíkingar í yngri landsliðum í körfubolta
Þrátt fyrir að tímabilið hafi tekið ótímabæran enda hjá meistaraflokkum Grindavíkur í körfubolta þá er engu að síður bjart fyrir framtíð körfuboltans í Grindavík. Bikar- og Íslandsmeistaratitlar voru ófáir á tímabilinu og á dögunum bárust þær fréttir að fimm leikmenn hefðu verið valdir í hópa yngri landsliða sem keppa á Norðurlandamótinu í Svíþjóð og Copenhagen Invitational-mótinu í Kaupmannahöfn á vordögum. …
Dröfn Einarsdóttir valin í U17 ára landsliðið í knattspyrnu
Dröfn Einarsdóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna í knattspyrnu, hefur verið valin í U17 hóp kvenna sem leikur á undirbúningsmóti UEFA í Færeyjum en leikið verður dagana 23. – 26. apríl. Mótherjarnir verða, auk heimamanna, Wales og Norður Írland. Dröfn sem fædd er 1999 lék 13 leiki í 1. deildinni í fyrra og skoraði tvö mörk. Óskum við þessari efnilegu knattspyrnukonu til …
Snæfell skellti í lás í öðrum leikhluta og staðan í einvíginu 2-1
Grindavíkurstúlkur sóttu Hólminn heim í gær og voru eflaust fullar bjartsýni eftir sigur í síðasta leik. Framan af var leikurinn í járnum en í 2. leikhluta skelltu Snæfellingar öllu í lás og Grindvíkingar skoruðu aðeins 6 stig í fjórðungnum. Eftir það virtist aðeins vera formsatriði fyrir heimastúlkur að klára leikinn. Grindvíkingar söknuðu augljóslega Maríu Ben, sem verður ekki meira með …
Nýr þjálfari kynntur til leiks í dag
Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar mun kynna og skrifa undir við nýja þjálfara fyrir karlaliðið fyrir komandi tímabil í anddyri nýju íþróttamiðstöðvarinnar kl 17:30 í dag, miðvikudag. Allir velkomnir.
María Ben ekki meira með í vetur
Karfan.is greindi frá því í gær að María Ben Erlingsdóttir væri úr leik það sem eftir lifir tímabils. Grindvíkingar geta þó huggað sig við það að ekki er um alvarleg meiðsli að ræða heldur óléttu. Óskum við María til hamingju með tilvonandi afkomanda og góðs gengis á meðgöngunni. Um töluverða blóðtöku er að ræða fyrir Grindavíkurliðið enda María landsliðsmiðherji sem …
Jóhann Ólafs og Gummi Braga taka við liði meistaraflokks karla
Körfuknattleiksdeild UMFG kynnti í dag til leiks nýjan þjálfara og aðstoðarþjálfara meistaraflokks karla. Þessa tvo heiðursmenn þarf auðvitað ekki að kynna fyrir neinum Grindvíkingi, en Jóhann Ólafsson verður aðalþjálfari liðsins og honum til aðstoðar verður Guðmundur Bragason. Jóhann hefur undanfarin ár verið aðstoðarþjálfari liðsins og færir sig því um einn rass á bekknum. Þá er Guðmundur ekki ókunnur þjálfun Grindavíkurliðsins …
Stelpurnar á leiðinni í Hólminn í kvöld og þú líka!
Það sýndi sig og sannaði í síðasta leik að öflugur stuðningur úr stúkunni vegur þungt í erfiðum leikjum. Þriðji undanúrslitaleikur Grindavíkur og Snæfells fer fram í kvöld í Stykkishólmi og nú ríður á að stuðningsmenn Grindavíkur sýni sinn stuðning í verki og fjölmenni í Hólminn. Allir á völlinn og áfram Grindavík!
Jesús til Grindavíkur
Grindvíkingar halda áfram að styrkja sig fyrir baráttuna í 1. deildinni í knattspyrnu í sumar en knattspyrnudeildin greindi frá því á Facebook síðu sinni fyrir stundu að samið hafi verið við 24 ára spænskan bakvörð, Alejandro Jesus Blzquez Hernandez. Af Facebook síðu knattspyrnudeildarinnar: „Grindavík hefur samið við Alejandro Jesus Blzquez Hernandez. Alejandro er 24 ára Spánverji sem var hjá okkur …