Ungmennafélag Grindavíkur hefur hafið vinnu við jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni ásamt aðgerðaráætlun. Ákvæði er í samningi UMFG og Grindavíkurbæjar, sem undirritaður var um síðustu áramót, um að félagið innleiði jafnréttisstefnu.
UMFG hefur sett sér það markmið að samþykkja nýja jafnréttisstefnu fyrir félagið í heild sinni í haust sem síðan verður staðfest á aðalfundi félagsins í mars á næsta ári.
Það er stefna Ungmennafélags Grindavíkur að vinna gegn því að fordómar, einelti og hvers kyns ójafnrétti þrífist innan félagsins og að hafa jafnréttissjónarmið ætíð að leiðarljósi.
Hægt verður að senda inn ábendingar um hluti sem betur megi fara í starfi félagsins með því að hafa samband við framkvæmdastjóra UMFG, Jón Júlíus Karlsson með tölvupósti á jonjulius@umfg.is eða í síma 849-0154. Farið verður með allar upplýsingar eða ábendingar sem trúnaðarmál.