Víðavangshlaup á morgun

Ungmennafélag Grindavíkur UMFG

Hið árlega víðavangshlaup Grunnskóla Grindavíkur fer fram á morgum, laugardaginn 30.apríl

Hlaupið fer að þessu sinni fram við íþróttasvæðið. Rásmark og mark verður við sundlaug Grindavíkur.
Skráning hefst kl. 10:30 og hlaupið hefst síðan kl. 11:00. Allir sem taka þátt fá þátttökuverðlaun. Drykkir og bananar við endamark.   Fjölskyldukort í Bláa lónið fyrir fyrstu þrjú sæti í öllum flokkum.

Verðlaunapeningar gefnir af Bláa lóninu.
Leikskólabörn og nemendur í 1. og 2. bekk hlaupa tæpan 1 km.
Nemendur í 3. og 4. bekk hlaupa ca. 1.5 km.
Nemendur í 5. – 7. bekk hlaupa rúmlega 2.0 km.
Nemendur í 8. – 10. bekkur hlaup rúmlega 2.5 km.