Nú er búið að opna fyrir skráningar á unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður á Selfossi um verslunarmannahelgina 3.-5. ágúst, skráning er hafin og lýkur henni þann 29 júlí. Mótið er opið öllum unglingum frá 11 ára til og með 18 ára.
Skráningarsíða mótsins er http://skraning.umfi.is/
Að þessu sinni keppt í:
Dansi,
Fimleikum,
Frjálsum íþróttum,
Glímu,
Golfi,
Hestaíþróttum,
Íþróttum fatlaðra,
Knattspyrnu,
Körfubolta,
Motocrossi,
Skák,
Starfsíþróttum,
sundi,
og Taekwondo.
Einnig er vert að geta þess að það er hægt að skrá sig sem einstaklingur í boltagreinar eða búa til lið ef það eru nokkrir saman. það má líka hringja í Bjarna Már Svavarsson, formann UMFG, í S:8917553 og fá frekari upplýsingar.
Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að greiða helming keppnisgjaldsins hjá öllum sem skrá sig undir merkjum Ungmennafélags Grindavíkur.
Fullt keppnisgjald er 6000.- kr og er hlutur UMFG því 3000.- kr innifalið í keppnisgjaldi er tjaldstæði fyrir alla fjölskylduna um verslunarmannahelgina auk þess sem frítt er inná alla viðburði sem tengjast mótinu.
Þegar búið er að skrá á mótið er þá ýtt á hnapp sem stendur “ég greiði félaginu mínu” og eru allar bankaupplýsingar á þeirri sömu síðu.
Vonandi getum við sent fjölmennt lið á mótið að þessu sinni þar sem það er ekki langt að fara.