Ungmennafélag Grindavíkur hefur gert samstarfssamning við Sportabler til næstu þriggja ára. Samstarfið felur í sér að UMFG innleiðir Sportabler í allar deildir félagsins og skráir alla iðkendur í gegnum hugbúnaðinn. Við þessa breytingu hættir félagið að skrá iðkendur í gegnum Nóra.
Með því að innleiða Sportabler inn í deildir UMFG mun félagið auka verulega þjónustu sína við iðkendur og forráðamenn. Hægt verður að fylgjast mun betur æfingaáætlun hjá hverjum flokki og einnig munu samskipti að miklu leyti færast af Facebook grúppum og yfir í Sportabler.
Við hvetjum forráðmenn til að skrá sig inn í Sportabler og ganga frá skráningu barna í deildir félagsins. Hægt er að ná í Sportabler appið og fá allar upplýsingar um æfingar, breytingar á áæltun og samskipti beint í símann í gegnum appið.
Hér má finna nánari upplýsingar um Sportabler og leiðbeiningar