Ungmennafélag Grindavíkur fagnar 90 ára afmæli í dag en félagið var stofnað þann 3. febrúar 1935. Starf félagsins hefur tekið miklum breytingum í skugga náttúruhamfara en við látum engan bilbug á okkur finna.
Stærstu deildirnar okkar eru enn á fullri ferð en það er ekki hægt að fagna þessu stórafmæli án þess að hrósa öllum þeim sjálfboðaliðum sem komið hafa að starfi deildanna síðustu misseri og lyft sannkölluðu Grettistaki til að halda hlutunum gangandi.
Við ætlum að fagna afmælinu með formlegum hætti síðar í mánuðinum og stefnum á að veita íþróttafólki ársins viðurkenningar við hátíðlega athöfn í Gjánni. Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Hlökkum til að hitta ykkur heima!
Með afmæliskveðju,
Stjórn UMFG.