Börnum í 1. – 3. bekk, fæddum 2013, 2014 og 2015 stendur til boða að sækja námskeið á vegum Ungmennafélags Grindavíkur í sumar. Um er að ræða svokölluð leikjanámskeið þar sem lögð er áhersla á fjölbreytni í leik og fræðslu. Á leikjanámskeiðunum er boðið upp á íþróttir, leiki, listir og fullt af skemmtilegum uppákomum sem tengjast mannlífinu í Grindavík. Farið verður í vettvangsferðir, sund og ótal margt fleira.
Námskeið verða fyrir og eftir hádegi frá mánudegi til fimmtudags.
Athugið að eingöngu er boðið upp á pláss hálfan daginn. Hámarksfjöldi barna á hverju námskeiði er 35 börn fyrir hádegi og 35 börn eftir hádegi, samtals 70 á dag. Skráning á námskeiðin fer fram í Sportabler og er skráning hafin. Börn sem ekki fá pláss á leikjanámskeiðinu fara á biðlista. Hægt er að skrá barn á öll námskeiðin.
Skráning fer fram hér: https://www.sportabler.com/shop/umfg/namskeid
Hægt er að kaupa daggæslu milli kl. 8:00 og 9:00 áður en leikjanámskeiðin hefjast.
Gjaldskrá fyrir leikjanámskeið sumarið 2022 er eftirfarandi:
Eitt leikjanámskeið 5.000 kr.-
Tvö leikjanámskeið 9.000 kr.-
Daggæsla milli 8:00 og 9:00: 2.750 kr.
ATH. Ekki er hægt að skrá barn á tvö námskeið í sömu viku, þ.e. fyrir og eftir hádegi.
UMFG áskilur sér rétt til að fella niður námskeið verði ekki nægileg skráning á námskeið.
Umsjónamenn leikjanámskeiðanna í ár verða: Ása Björg Einarsdóttir, Dröfn Einardóttir og Una Rós Unnarsdóttir.
Eftirfarandi námskeið eru í boði sumarið 2022:
Námskeið 1: 13. – 16. júní kl. 9:00 – 12:00 (4 dagar)
Námskeið 2: 13. – 16. júní kl. 13:00 – 16:00 (4 dagar)
Námskeið 3: 20. – 23. júní kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 4: 20. – 23. júní kl. 13:00-16:00 (4 dagar)
Námskeið 5: 27. – 30. júní kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 6: 27. – 30. júní kl. 13:00-16:00 (4 dagar)
Námskeið 7: 11. – 14. júlí kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 8: 11. – 14. júlí kl. 13:00-16:00 (4 dagar)
Námskeið 9: 25. – 28. júlí kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 10: 25. – 28. júlí kl. 13:00-16:00 (4 dagar)
Námskeið 11: 1. – 4. ágúst kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 12: 1. – 4. ágúst kl. 13:00-16:00 (4 dagar)
Námskeið 13: 9. – 12. ágúst kl. 9:00-12:00 (4 dagar) * Námskeið hefst á þriðjudegi
Námskeið 14: 9. – 12. ágúst kl. 13:00-16:00 (4 dagar) * Námskeið hefst á þriðjudegi
Námskeið 15: 15. – 18. ágúst kl. 9:00-12:00 (4 dagar)
Námskeið 16: 15. – 18. ágúst kl. 13:00-16:00 (4 dagar)