Ungmennafélag Grindavíkur hefur ráðið Hallfríði Guðfinnsdóttur til starfa
til að sjá um innheimtu æfingagjalda og sjá um að halda utanum iðkendaskráningar o.fl hjá ungmennafélaginu, og verður hún með fasta viðveru í aðstöðu ungmennafélagsins í útistofu við grunnskólann á mánudögum og fimmtudögum milli kl 14:00 og 18:00 en hún hefur störf n.k. mánudag 21.mars.
En það hefur verið ákveðið að æfingagjöld grunnskólabarna (fædd 1995-2005) fyrir árið 2011 verði 20.000.- kr sjá frétt hér: http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold
Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá eftirfarandi íþróttagreinar fyrir grunnskólabörn.
• Knattspyrnu
• Körfuknattleik
• Judo
• Sund
• Fimleika
• Taekwondo
Á opnunartíma skrifstofunnar verður hægt að koma og ganga frá greiðslu æfingagjaldanna, hvort sem ætlunin er að skipta greiðslunni eitthvað niður eða greiða að fullu.
Til að fá nánari upplýsingar er hægt að senda tölvupóst á formadur@umfg.is eða umfg@umfg.is