UMFÍ hefur frá árinu 2012 tekið þátt í evrópskri lýðheilsuherferð undir nafninu Now We Move eða Hreyfiviku UMFÍ. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað miljónir fleiri evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið 2020. Rannsóknir sína að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfa sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka virkan þátt í hreyfingu og íþróttum reglulega. UMFÍ hvetur alla til að finna sína uppáhalds hreyfingu og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega.
Það er mjög einfalt að taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ með því að gerast boðberi hreyfingar. Hlutverk boðbera er að virkja fólkið í kringum sig, vekja athygli á því sem er í boði tengt lýðheilsu og íþróttum í nærsamfélaginu og standa fyrir viðburðum.
Viðburðir í Hreyfivikunni geta verið af ýmsum toga. Þeir geta falist í opinni æfingu fyrir alla, göngutúrum, ókeypis í sund eða harmonikkuball.
Sjáðu allt um Hreyfiviku UMFÍ 2020 með því að smella hér.
Smelltu hér til þess að hlaða niður Hreysti æfingum.
Smelltu hér til að hlaða niður Hreyfibingói.