Gulur dagur á morgun

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Gulur dagur á morgun – Verum dugleg á samfélagsmiðlum

Grindvíkingar eru hvattir til þess að byggja upp stemmningu fyrir bikarúrslitaleikinn á laugardaginn í Laugardalshöll þegar Grindavík og ÍR berjast um titilinn. Grindvíkingar eru beðnir að mæta í einhverju gulu í vinnuna og í skólana á morgun, föstudag. 

Þá hvetjum við Grindvíkinga til að birta myndir og tagga facebook síðu Grindavíkurbæjar og UMFG eða setja á instagram og hashtagga #umfg og/eða #Grindavik.