Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær að skipa vinnuhóp sem hafi það að markmiði að leggja fram tillögu um skipulag íþróttasvæðis Grindavíkurbæjar og uppbyggingu mannvirkja til næstu ára.
Hópnum er falið að vinna á grunni skýrslu nefndar um Framtíðaruppbyggingu á íþróttasvæði Grindavíkur.
Bæjarstjórn setur verkefninu auk þess eftirfarandi forsendur:
• Að sameina inngang og afgreiðslu íþróttahúss og sundlaugar með það markmiði að nýta starfsfólk sem best og að inngangurinn sé skemmtilegur og aðlaðandi fyrir gesti og gangandi.
• Að íþróttahúsið geti nýst sem veislusalur fyrir 350-400 gesti á snyrtilegan og einfaldan hátt
• Að körfuknattleiksvöllur verði löglegur.
• Að bæta æfingaaðstöðu fyrir júdódeild og taekwondo
• Að bæta æfingaaðstöðu og áhaldageymslu fyrir fimleikadeild.
• Að almenningsíþróttir fái að njóta sín.
• Að húsnæðið rúmi sameiginlega aðstöðu fyrir deildir UMFG til funda og skrifstofuhalds.
• Að bygginging sé í samræmi við aðrar byggingar á reitnum, látlaus og að fermetrar nýtist sem best.
Hópurinn skal skila eftirfarandi afurðum:
• Tillögu um skipulag svæðisins til afgreiðslu í skipulags- og umhverfisnefnd.
• Tillögu að uppbyggingu íþróttamannvirkja með kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdir og áhrif á rekstur.
• Hópurinn skal skila áfangaskýrslu fyrir 15. nóvember með áætluðum fjárfestingakostnaði.
• Verklok eru áætluð 15. janúar 2012.
Frístunda- og menningarfulltrúi og sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs skulu tilnefna starfsmenn sem vinna með hópnum. Kjörnir fulltrúar fá greitt fyrir hvern fund í samræmi við nefndalaun Grindavíkurbæjar.
Fjárheimild: 2 milljónir kr.
Bæjarstjórn skipar eftirfarandi í hópinn.
• Fulltrúi B lista
o Páll Jóhann Pálsson og Þórunn Erlingsdóttir til vara.
• Fulltrúi D- lista.
o Ægir Viktorsson og Guðmundur Pálsson til vara.
• Fulltrúi G- lista
o Gunnþór Sigurgeirsson og Helena Bjarndís Bjarnadóttir til vara
• Fulltrúi S-lista
o Marta Sigurðardóttir og Sigurður Kristmundsson til vara
• Fulltrúi aðalstjórnar UMFG
o Samkvæmt ákvörðun stjórnar.
Tillagan er samþykkt samhljóða