Aðalstjórn UMFG hefur ákveðið að fresta aðalfundi minni deilda og aðalstjórnar um eina viku. Fundurinn átti að fara fram í dag en verður þess í stað haldinn þriðjudaginn 17. maí í Gjánni.
Aðalfundur Minni deilda hefst kl. 18:00 og aðalfundur UMFG hefst kl. 19:00.
Við vonum að allir sjái sér fært að mæta en um leið biðjumst við velvirðingar á því að þurfa að breyta tímasetningu.