Við hjá Ungmennafélagi Grindavíkur bíðum þolinmóð eftir því að geta hafið æfingar á nýjan leik. Skólastarf hófst í morgun en það skal áréttað er að íþróttir barna á leik- og grunnskólaaldri utan skóla eru óheimilar samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á samkomum. Núverandi reglugerð gildir til 15. apríl.
Iðkendur á framhaldsskólaaldri og fullorðnir geta æft saman 10 í hóp án þess að nota sameiginlegan búnað og með 2ja metra reglu.
Við vonum að árangur síðustu daga í sóttvörnum muni færa okkur heimild til að hefja æfingar sem allra fyrst.
Áfram Grindavík!