Aðalfundur UMFG fer fram í lok apríl

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Aðalstjórn UMFG ákvað á fundi sínum í gær að færa aðalfund félagsins, sem áformað var að halda fyrir páska, fram til loka aprílmánaðar. Ástæðan er sú að fundarsalur félagsins, Gjáin, er upptekinn um þessar mundir og nýttur sem daggæsla fyrir ung börn í Grindavík.

Stefnt er að því að halda aðaldund UMFG í lok apríl um leið og fundarsalur UMFG verður laus á nýjan leik. Nákvæm tímasetning aðalfundar félagsins og aðalfunda minni deilda félagsins verður kynnt með góðum fyrirvara.

Stjórn UMFG