Kjöri á íþróttmanni og íþróttakonu Grindvíkur verður að venju lýst á gamlársdag. Hófið fer fram í Hópsskóla og hefst kl. 13:00. Kjörið er öllum opið og Grindvíkingar hvattir til þess að fagna glæsilegu íþróttaári með íþróttafólki okkar.
Eftirtaldir einstaklingar eru í kjöri í ár, 2013. Nöfnin birtast í stafrófsröð:
Íþróttamaður Grindvíkur:
Björn Lúkas Haraldsson – Tilnefndur af júdódeild og taekwondódeild UMFG
Davíð Arthur Friðriksson – Tilnefndur af Golfklúbbi Grindavíkur
Eggert Daði Pálsson – Tilnefndur af ÍG
Jóhann Árni Ólafsson – Tilnefndur af körfuknattleiksdeild UMFG
Jóhann Helgason – Tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG
Jósef Kristinn Jósefsson – Tilnefndur af knattspyrnudeild UMFG
Sigurður Gunnar Þorsteinsson – Tilnefndur af körfuknattleiksdeild UMFG
Íþróttakona Grindavíkur:
Anna Þórunn Guðmundsdóttir – Tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Gerða Kristín Hammer – Tilnefnd af Golfklúbbi Grindavíkur
Helga Rut Hallgrímsdóttir – Tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Margrét Albertsdóttir – Tilnefnd af knattspyrnudeild UMFG
Petrúnella Skúladóttir – Tilnefnd af körfuknattleiksdeild UMFG
Ylfa Rán Erlendsdóttir – Tilnefnd af taekwondódeild UMFG
Jafnframt verða veitt hvatningarverðlaun og verðlaun til Íslandsmeistara á árinu.
Mynd: Christine Buchholz og Björn Lúkas Haraldsson íþróttakona og íþróttamaður ársins 2012 í Grindavík.