Íþróttamót um helgina

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Mikið verður um dýrðir um helgina vegna Sjóarans síkáta.  Margir áhugaverðir íþróttaviðburðir verða þar á meðal.

Golfmót

Sjóarinn Síkáti  golfmótið er með punktafyrirkomulagii. Eins og undanfarin ár verður engu tilsparað í að gera mótið sem veglegast. Megin uppistaða vinninga kemur víða að, m.a. fiskafurðir,sælgæti, matvara og fleira.Veitt verða verðlaun fyrir 3 efstu sætin með forgjöf og efsta sætið án forgjafar. Einnig verða námundarverðlaun á öllum par 3 holunum. Hámarksforgjöf kk er 24 og kvk 28.

Skráning á www.golf.is. Þátttökugjald er 3.500

 

Knattspyrnumót á æfingasvæði

Grindavíkurí 6. flokki drengja. Keppt er í A, B, C og D liðum og er von á 200 þátttakendum, fyrir utan foreldra og forráðamenn.

 

Sundmót Sjóarans síkáta.

Keppnisgreinar eru: 50m

Bringusund, 50m skriðsund, 50m baksund, 50m flugsund auk þess sem keppt erí 4x25m stakkasundi. Keppni ístakkasundi,sem hefst kl. 11:00 er opið öllum og eru hópar, hverfi, fyrirtæki, áhafnir báta o.fl. hvattir til að taka þátt. Glæsileg verðlaun.

Sundlaugin verður opin almenningi frá kl. 11:00 – 17:00

 

Auk þess veður keppni um sterkasta mann Íslands á hátíðarsvæðinu, kappróður, keppni í sjómann, kerlingahlaup og margt fleira.