Aðalfundur

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Sameiginlegur aðalfundur UMFG fyrir Judó, Taekwondo, Fimleika og skotdeild í mars 2012

Aðalfundur hjá Júdó, Taekwondo, Fimleika og Skotdeildum   

var haldinn  á skrifstofu UMFG, mánudaginn 12. mars 2012

 og hófst hann kl. 20:00.

 

 

Formaður UMFG Bjarni Már Svavarsson bauð fólkið velkomið og stakk upp á Gunnlaugi Hreinssyni sem fundarstjóra og Hallfríður Guðfinsdóttur sem ritara.

 

Fyrstur tók til máls Sveinn Árnason sem nefndarmaður í Forvarnarnefnd og kynnti forvarnarnefnd og fyrirlestur sem þorgrímur þráinsson verður með í Hópsskóla fimmtudaginn 15.mars 2012 fyrir 4, 5 og 6 bekk grunnskólans en allir eru velkomnir. Einnig var vakin athygli á notkun á munntópaki og notkun þess og minnt á forvarnir.

 

Gunnlaugur tók til máls og vildi lýsa ánægju sinni yfir góðri mætingu á fundinn. Mikilvægt að þessi fyrsti fundur heppnist vel með deildunum og að fólki verði kynnt starfsemi UMFG og hvernig starfsemin virkar og kom Gunnlaugur þeim upplýsingum til skila með útskýringum á virkni og starfsemi. 

 

1. Fimleikar

Valgerður tók til máls og útskýrði skýrslu stjórnar og síðan fór 

Hjörtur gjaldkeri yfir ársreikninga fimleikadeildarinnar. 

Allir samþykkir skýrslu og rekstrarreikning fimleikadeildar.

Í stjórn fimleikadeildar voru:

Formaður: Valgerður Jennýjardóttir

Varaformaður: Sæborg Reynisdóttir

Gjaldkeri: Hjörtur Waltersson

Ritari: Ingigerður Gísladóttir

Meðstjórnandi: Mínerva Gísladóttir

 

2. Júdó

Gunnar Jóhannesson tekur til máls og kynnir skýrslu stjórnar.

Sandra Antonsdóttir gjaldkeri tók til máls og kynnti rekstrarreikning Júdó deildarinnar. 

Allir samþykkir skýrslu og rekstrarreikning.

Í stjórn Júdódeildar voru:

Formaður: Jóhannes Haraldsson

Varaformaður:Gunnar jóhannesson

Gjaldkeri : Sandra Antonsdóttir

Ritari : Guðný J Hallgrímsdóttir

Meðstjórnandi: Sigurður Kristmundsson

 

 

 

 

 

 

3. Skotdeild

Hallur Gunnarsson tók til máls og fór yfir starf Skotdeildar.

Marta Karlsdóttir gjaldkeri fór síðan yfir reikninga.

Allir samþykkir skýrslu og rekstrarreikning.

Í stjórn skotdeildar voru:

Formaður Hallur J Gunnarsson

Varaformaður : Einar Einarsson

Ritari/gjaldkeri: Marta Karlsdóttir 

Meðstjórnandi : Gunnar Jóhannesson

Endurskoðendur: Helgi Einarsson og Smári Þórólfsson

Aganefnd: Bogi Adolfsson

 

4. Taekwondo

Helgi tók til máls og útskýrði skýrslu stjórnar og einnig rekstrarreikninga. 

Allir samþykkir skýrslu og rekstrarreikninga stjórnar.

Í Stjórn Taekwondodeildar voru

Form:Þorgerður Elíasdóttir

Gjaldkeri:Rut Sigurðardóttir

Meðstjórn:Helgi Hrafn Guðmundsson

 

 

 

 

5. Stjórnarkjör

Fimleikadeild:

Formaður: Valgerður Jennýjardóttir

Varaformaður: Sæborg Reynisdóttir

Gjaldkeri: Hjörtur Waltersson

Ritari: Ingigerður Gísladóttir

Meðstjórnandi: Mínerva Gísladóttir

 

Skotdeild:

Formaður Hallur J Gunnarsson

Varaformaður : Einar Einarsson

Ritari/gjaldkeri: Marta Karlsdóttir 

Meðstjórnandi : Gunnar Jóhannesson

Endurskoðendur: Helgi Einarsson og Smári Þórólfsson

Aganefnd: Bogi Adolfsson

 

Júdódeild:

Formaður: Jóhannes Haraldsson

Varaformaður:Gunnar jóhannesson

Gjaldkeri : Páll jóhannsson

Ritari : Guðný J Hallgrímsdóttir

Meðstjórnandi: Sigurður Kristmundsson

 

Taekwondodeild:

Form:Þorgerður Elíasdóttir

Gjaldkeri:Rut Sigurðardóttir

Meðstjórn:Helgi Hrafn Guðmundsson

Arna Björnsdóttir g

Birgitta Sigurðardóttir

 

6. Önnur mál: 

Umræða um nýja byggingu á íþróttasvæði Grindavíkur og upplýsingar um hvernig málin standa í sambandi við það. 

 

 verður það tekið fyrir á næsta aðalfundi stjórnar UMFG.

 

Fyrirspurn er varða styrk frá Grindavíkurbæ og hvernig það skiptist á deildir. Gunnlaugur útskýrði að styrkurinn væri 18.000.000.- og væri í raun niðurgreiðsla til foreldra vegna æfingagjalda, og hvernig það svo skiptist niður á deildirnar.

 

Ábending frá Hirti ( fimleikadeild) að útskýringar kæmu með innlögnum frá gjaldkera UMFG. 

 

Fyrirspurn um reglur um skoðunarmenn deilda.

 

Fyrirspurn er varðar lottotekjur hversu miklar þær hafi verið 2011 og voru þær tæpar 2.000.000.-

 

Fyrirspurn er varðar fjáröflun og hvort þurfi að fá samþykki frá stjórn UMFG. aðalstjórn þarf að samþykkja fjáraflanir vegna hagsmuna annara deildar. 

 

Hallur Gunnarsson tók til máls og vildi fá leyfi til að gera merki fyrir skotdeildina, Gunnlaugur talaði um að merki UMFG verði í grunninn og Hallur komi með tillögu af merki og komi með tillögurnar til aðalstjórnar til að hún getir samþykkt merkið.

 

Gunnlaugur þakkaði fólki fyrir góða mætingu á fundinn og lýsti yfir mikilli ánægju með fyrsta sameiginlega aðalfund deilda innan UMFG.  

 

 

 

 

 

 

Fundi slitið