Sundnámskeið Sunddeildar U.M.F.G

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Haldin verða tvö námskeið á vegum deildarinnar í sumar fyrir 5-6 ára börn (2005 & 2006) 

 

Magnús Már sér um þjálfun og elstu iðkendur deildarinnar munu aðstoða ofaní lauginni.

Að sjálfsögðu verða börnin vel merkt  með áberandi sundhettum eins og reglur segja til um.

Námskeiðin verða mán-fim  8.-18. ágúst aðlögunarnámskeiðið 15:00 – 15:40 og byrjendanámskeið 15:50 – 16:30

# 1  Aðlögunarnámskeið:      þar sem áherslan er lögð á að börnin læri að:

Anda frá sér í kafi

Kafa eftir hlut

Stinga sér af  bakka

Geri ýmsar flot og rennslisæfingar

Bringusundsfótatök

Baksundsfótatök

 

# 2  Byrjendanámskeið:      þar sem áherslan er lögð á að börnin læri að: 

Anda frá sér í kafi

Kafa eftir hlut

Stinga sér af  bakka

Geri ýmsar flot og rennslisæfingar

Bringusund með hjálpartækjum

Skriðsund með hjálpartækjum

Þegar börnin hafa lokið byrjendanámskeiðinu ættu þau að vera tilbúin til að stunda almennar sundæfingar á vegum Sunddeildar U.M.F.G.

Umsóknarblöð um skráningu á námskeiðin liggja frammi í sundlaug.