Nú hefur verið ákveðið að Ungmennafélag Grindavíkur innheimti æfingagjöld fyrir skólabörn fædd árið 1995-2005.
Sjá http://www.umfg.is/umfg/aefingargjold
Ákveðið hefur verið að æfingagjald verði kr 20.000.- á barn fyrir árið 2011 og má barnið æfa eins margar íþróttir og það vill.
Ungmennafélag Grindavíkur býður uppá:
• Fimleika
• Judo
• Knattspyrnu
• Körfuknattleik
• Sund
• Taekwondo
Ekki verða veittir neinir afslættir af æfingagjöldum þar sem þau eru mikið niðurgreidd.
Starfsmaður UMFG tekur við greiðslum á æfingagjöldum í húsi UMFG ( bláa útistofa við Grunnskólann) mánudaga og fimmtudaga milli kl:14-18, einnig er hægt að leggja inn á reikning UMFG 0143-26-924 kt:420284-0129 Hægt er að hafa samband við starfsmann UMFG í síma 426-7775 á sömu tímum og opið er, einnig er hægt að semja um greiðslur og gera samning við stafsmann um greiðsludreifingu.