Íþróttamaður og kona Grindavíkur

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

Kjöri á íþróttamanni og konu ársins 2010 í Grindavík verður lýst á gamlársdag í hófi á Saltfisksetrinu.

Í ár verður fyrirkomulag kjörins með nýjum hætti og unnið samkvæmt nýjum verklagsreglum sem hafa verið samþykktar bæði af íþrótta- og æskulýðsnefnd og aðalstjórn UMFG.

Kjörið er samstarfsverkefni þessara aðila. Rétt til að tilnefna hafa allar deildir UMFG sem og íþróttafélög í Grindavík sem eru aðilar að Íþróttabandalagi Suðurnesja.
Jafnframt verða veitt verðlaun fyrir þá sem léku sína fyrstu landsleiki á árinu, Íslandsmeistarar ársins verða heiðraðir og öllum deildum innan UMFG og íþróttafélögum í Grindavík sem eru innan ÍS er heimilt að tilnefna einn ungling sem hlýtur svokölluð hvatningarverðlaun Afrekssjóðs Grindavíkur og UMFG og verður það tilkynnt við kjörið.

Eftirfarandi íþróttafólk hefur verið tilnefnt af sínum félögum fyrir árið 2010.

ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS:

Knattspyrnudeild
Gilles Mbang Ondo
Jósef Kr. Jósefsson

Körfuknattleiksdeild
Páll Axel Vilbergsson
Guðlaugur Eyjólfsson

Sunddeild
Hilmar Örn Benediktsson

Golfklúbbur
Davíð Arthur Friðriksson

Júdódeild
Björn Lúkas Haraldsson

Íþróttafélag Grindavíkur (ÍG)
Bergvin Ólafarson

Taekwondódeild
Björn Lúkas Haraldsson

ÍÞRÓTTAKONA ÁRSINS

Knattspyrnudeild
Sarah MacFadden
Anna Þórunn Guðmundsdóttir

Körfuknattleiksdeild
Helga Hallgrímsdóttir
Berglind Magnúsdóttir

Golfklúbbur
Fanný Erlingsdóttir

Sunddeild
Erla Sif Arnardóttir

 Mynd: Þorleifur Ólafsson og Elínborg Ingvarsdóttir, íþróttamenn ársins 2009