Skráning iðkenda í Sportabler

Ungmennafélag GrindavíkurUMFG

 Við viljum minna forráðamenn á að skrá börnin í íþróttagreinar hjá UMFG inni í Sportabler. Frá með mánudeginum 22. nóvember verða allir iðkendur, sem eru að æfa hjá félaginu en hafa ekki verið skráðir af forráðamönnum – handskráðir af félaginu og greiðsluseðlar sendir í heimabanka forráðamanna.

Eftir 22. nóvember verður ekki hægt að skipta greiðslum á æfingagjöldum iðkenda sem eru nú þegar að æfa hjá félaginu. Við hvetjum því forráðamenn, sem vilja nýta sér þann möguleika að greiðsludreifa æfingagjaldinu, til að ganga frá skráningu inn í Sportabler fyrir 22. nóvember næstkomandi.

Leiðbeiningar:

1. Fara inná eftirfarandi slóð: https://www.sportabler.com/shop/UMFG/
2. Skrá sig inn eða nýskrá ef um fyrstu skráningu í Sportabler er að ræða.
3. Byrja á að skrá iðkanda í eina íþrótt. Hægt er að dreifa æfingagjaldi í 5 greiðslur. Eftir að búið er að skrá í fyrstu íþróttagrein þá er frítt að skrá í aðrar íþróttir innan UMFG.
4. Þegar búið er að ganga frá skráningu þá hvetjum við forráðamenn til að ná í Sportabler appið og fylgjast þannig með æfingadagskrá, mætingu og skilaboðum frá þjálfurum/UMFG.

Ef þörf er á aðstoð er hægt að hafa samband við skrifstofu UMFG í síma 426-7775 eða með tölvupósti á umfg@umfg.is. Við svörum einnig fyrirspurnum í gegnum heimasíðu UMFG.
Áfram Grindavík!
💛💙