Vegna aukinnar útbreiðslu Covid-19 í samfélaginu hefur UMFG ákveðið að gera hlé á æfingum hjá leikskólahópum í öllum íþróttagreinum hjá félaginu næstu tvær vikurnar. Foreldrar taka oft á tíðum virkan þátt í æfingum hjá iðkendum á leikskólaaldri og teljum við skynsamlegt á þessum tímapuntki að gera hlé á æfingum leikskólabarna í tvær vikur.
Einnig verður gert hlé á íþróttaskóla UMFG sem hófst um síðustu helgi. Íþróttaskólinn fellur niður næstu tvær helgar vegna þessa.
UMFG mun halda áfram æfingum hjá börnum á grunnskólaaldri en við viljum sérstaklega biðla til foreldra að lágmarka komu sína inn í íþróttahús á meðan þessu ástandi varir.
Verði frekari breytingar á æfingum hjá félaginu verður birt tilkynning þess efnis á heimasíðu félagsins – www.umfg.is.