Íslandsmeistaramótið í Götuhjólreiðum (RR) svokallað hópstart fór fram í Hvalfirði í dag við frábærar aðstæður og fallegu veðri. Grindvíkingar áttu einn keppanda í mótinu sem keppti í junior flokki (17-18 ára) það var Jóhann Dagur Bjarnason sem gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn, og hjólaði hann 132 km á 4 klukkurtímum og 2 mínútum og var tæplega 30 mínútum á undan næsta manni í hanns flokki.
Á miðvikudaginn sl. fór svo fram hér í Grndavík íslandsmeistaramótið í Tímatöku og varð Jóhann Dagur einnig hlutskarpastur þar og hjólaði 20 km á 32.mínútum og 11 sekúndum 33 sekúndum á undan næsta manni.
Tímataka fer þannig fram að einn leggur af stað í einu og keppa menn við klukkuna og mega ekki nýta sér kjölsog af öðrum.
Næsta Íslandsmeistaramót fer fram um næstu helgi en þar er um að ræða Criterium sem fer fram á stuttum hring og hjólað þar í ákveðinn tíma og eftir að tíminn rennur út er hjólaður einn lokahringur. Jóhann er hefur einnig unnið bikarmeistaratitla á tímabilinu í öllum þessum þremur greinum götuhjólreiða, en bikarkeppnin er stigamótaröð.