Ungmennafélag Grindavíkur fór af stað með spennandi verkefni í sumar. GrindavíkTV, þar sem sýnt er frá leikjum meistaraflokka félagsins í beinni útsendingu. Verkefnið hefur farið mjög vel af stað en nú vantar okkur fleiri hendur til að geta tekið verkefnið enn lengra.
Við óskum eftir aðilum sem vilja taka þátt í GrindavíkTV í leikjum félagsins og hjálpa þannig félaginu við að sýna beint frá leikjum og viðburðum.
Meðal þeirra verkefna sem við óskum eftir aðilum í er:
- Útsendingastjórn
- Lýsendur
- Tökumaður
Ef þú hefur áhuga þá hvetjum við þig til að hafa samband við framkævmdastjóra UMFG, Jón Júlíus Karlsson í síma 849 0154 eða með tölvupósti á jonjulius@umfg.is
Hér er á ferðinni frábært tækifæri fyrir áhugasama til að spreyta sig áfram í útsendingum.