Grindavík međ öruggan sigur í Garđabćnum

  • UMFG
  • 16. febrúar 2018

Grindvíkingar komust nokkuð örugglega aftur á beinu brautina í Domino's deild karla í gær með góðum sigri á Stjörnunni í Garðabæ, 81-100. Grunnurinn að sigrinum var lagður strax í fyrsta leikhluta þar sem heimamenn skoruðu aðeins 12 stig gegn 25 stigum Grindvíkinga. Stjörnumenn héldu 2. leikhluta jöfnum en náðu aldrei að saxa á forskot gestanna.

Ólafur Ólafsson var í miklum ham í þessum leik, en hann skoraði 31 stig og setti 7 þrista í 11 tilraunum. Þá bætti hann við 8 fráköstum og tveimur stolnum boltum. Næstur í stigaskori var Dagur Kár Jónsson með 20 stig og 7 stoðsendingar og þeir Sigurður Gunnar Þorsteinsson og J'Nathan Bullock settu sitthvor 17 stigin. Sigurður bætti svo við 12 fráköstum og Bullock 9. 

Tölfræði leiksins

Með sigrinum lyftu Grindvíkingar sér upp um eitt sæti, í það 6. og einmitt upp fyrir Stjörnuna. Bæði lið eru með 20 stig en Grindavík hefur betur í innbyrðis viðureignum.

Nú er framundan landsleikjahlé í deildinni en þeir Dagur Kár og Ólafur Ólafsson eru báðir í æfingahópi landsliðsins. Næsti leikur Grindavíkur er heimaleikur gegn ÍR þann 1. mars.

Myndasafn frá leiknum í boði Karfan.is

Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Íţróttafréttir / 19. mars 2018

Framlenging í fyrsta leik Grindavíkur og Tindastóls

Íţróttafréttir / 14. mars 2018

Jón Axel og félagar í úrslitin í háskólaboltanum

Íţróttafréttir / 13. mars 2018

Grindavík á fleygiferđ í Lengjubikarnum

UMFG / 1. mars 2018

Bílabón fótboltans um helgina

UMFG / 15. febrúar 2018

Juanma áfram í Grindavík

Íţróttafréttir / 7. febrúar 2018

Grindavík tapađi heima gegn Hamri í framlengdum leik

Íţróttafréttir / 5. febrúar 2018

Crossfit Grindavík - námskeiđ ađ hefjast

Íţróttafréttir / 5. febrúar 2018

Grindavík hlaut silfur í Fótbolta.net mótinu

Íţróttafréttir / 2. febrúar 2018

Skyldusigur á botnliđi Hattar

Íţróttafréttir / 30. janúar 2018

Úr leik! - Fyrirlestur um heilaáverka í knattspyrnu

Íţróttafréttir / 29. janúar 2018

Grindavíkurstúlkur Íslandsmeistarar í skák

Íţróttafréttir / 29. janúar 2018

Grindavík í úrslit Fótbolta.net mótsins